Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1981, Side 97

Andvari - 01.01.1981, Side 97
ANDVARI í RÍKISRÁÐI 1904-1918 95 og mikilvægra stjórnarráðstafana í ríkisráðinu, og að forsætisráðherra leggi fyrir mig ráðgerða kgl. auglýsingu til Danmerkur um það, sem tekið var fram í hinu opna bréfi til Islands. Um þingsályktunina óska ég að taka fram þetta: Það sem gerðist á ríkisráðsfundi 20. október 1913, má ekki skilja svo, að uppburður sérmála Islands fyrir konungi í ríkisráði mínu sé með því lagður undir lög- gjafarvald Dana eða dönsk stjórnarvöld. En eins og hinu stjórnskipulega sam- bandi milli Danmerkur og íslands er nú háttað, er uppburður íslenzkra laga og mikilvægra stjórnarathafna í ríkisráði mínu eina tryggingin fyrir því, að þau séu íslenzk sérmál og hafi ekki inni að halda ákvæði, er snerta sameiginleg ríkismál. Islenzk lög og mikilvægar stjórnarathafnir verður því framvegis að bera upp í ríkisráði mínu, og á því getur engin breyting orðið, nema lögfest verði sú skipun, sem veitir jafnmikla tryggingu sem uppburður í ríkisráðinu fyrir því, að ræða megi og fjarlægja vafaspurningar, sem upp kynnu að rísa frá annarri hvorri hlið um takmörkin á milli sameiginlegra löggjafarmála og sér- mála íslands.“ Umræður um málið urðu töluverðar, en verða ekki raktar hér, enda birtar í Lögbirtingablaðinu og fleiri blöðum. Að þeim loknum tók ráðherrann aftur til- lögu sína um staðfestingu stjórnarskrárinnar, þar sem honum þótti fyrirvara Alþingis ekki fullnægt með þeim undirtektum, sem málið fékk hjá konungi. Jafnframt tók hann afleiðingunum af þessum ágreiningi við konung og sagðist verða að tilkynna honum, að hann mundi beiðast lausnar, þegar hann hefði fengið tækifæri til að bera upp þau mál önnur frá síðasta Alþingi, sem enn hefðu ekki verið til lykta leidd. Konungur mælti: ,,Þar sem nú er svo komið sem ráðherra íslands hefur lýst, verð ég að láta þá ósk í ljósi, að bera mig saman við íslenzka stjórnmála- menn úr ýmsum flokkum, hvort unnt sé að leysa ágreininginn, sein er um ríkis- ráðsspurninguna, til að greiða fyrir stjórnarskrármálinu.“ Ráðherra íslands bar þá upp tillögu Alþingis í fánamálinu, en þar sem nokkur ágreiningur hafði verið á þingi um gerð fánans, kvaðst konungur vilja fresta málinu um sinn og ræða það við þá stjórnmálamenn íslenzka, sem hann ætlaði að kalla á sinn fund, enda væri þetta mál nátengt stjórnarskrármálinu. Ráðherra Islands kvað þetta enn styrkja ósk sína um lausn frá embætti. Lauk svo þessum sögulega fundi með því, að Sigurður Eggerz bað formlega um lausn frá ráðherraembættinu, og samþykkti konungur hana. Eins og konungur hafði sagt á ríkisráðsfundinum, kvaddi hann íslenzka stjórnmálamenn til viðtals við sig, fyrst Hannes Hafstein, en síðan þá Einar Arnórsson, Guðmund Hannesson og Svein Björnsson, að sögn eftir ábendingu ftá Hannesi Hafstein. Eftir viðræður konungs við þessa rnenn var Einar Arn- órsson skipaður ráðherra Islands í byrjun maímánaðar 1915, og þurfti nú að hafa snör handtök um staðfestingu stjórnarskrárinnar fyrir setningu Alþingis hinn 1. júlí, því að annars hefði þessi stjórnarskrárbreyting með ýmsum merk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.