Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Síða 106

Andvari - 01.01.1981, Síða 106
104 ÞÓRÐUR KRISTLEIFSSON ANDVARI og 11 karlar og konur eru þar til heimilis, þegar nefnt manntal er tekið. Þar rekur lestina Pétur Jónsson 58 ára, sjálfseignarmaður og ráðsmaður sýslu- mannsins, fæddur í Melstaðarsókn. Hinn 30. apríl 1850 fæddist stúlkubarn í Norðtungu. Hinn 3. maí hlaut litla stúlkan í skírninni nafnið Auðbjörg. Sízt var þessi vesalings mannvera velkomin í heiminn. Móðir hennar hét Sigríður Jónsdóttir (38 ára) vinnu- stúlka í Norðtungu, en Jón Þórðarson kvæntur vinnumaður á sama stað (44 ára) gekkst við barnunganum. Þetta var Sigríðar II. skírlífsbrot, en Jóns I. frillulífsbrot. Ekki verður greint, að hin minnsta rekistefna hafi staðið um að feðra litlu stúlkuna, og því hollast að lofa kirkjubókinni að mæla sínu máli athugasemdalaust. En harla litlar skyldur höfðu feðurnir á þessu skeiði (að því er víða kemur fram) við afkvæmi sín, þótt þeir gengjust við þeim. í slíkum tilvikum voru því höfð skjót viðbrögð, börnin send upp úr laugartroginu á fæðingarhrepp öreiga móður, sem í þetta skipti var Akranes. í Garðasókn á Akranesi var móðirin, Sigríður Jónsdóttir, fædd. Það liggur við, að okkur verði bilt við, ef við lítum í hreppsreikninga frá þessum árum og verðum þess vísari, að barn á fyrsta ári (og áfram) skuldar meðgjöfina, en hvorki móðirin né heldur faðirinn. Þegar þetta bar til tíðinda, átti heima í Geirmundarbæ á Akranesi Magnús Hjálmarsson, þá 41 árs, skráður húsmaður, lifði á fiskvinnu. Kona hans (lík- lega síðari kona) var Guðrún Halldórsdóttir (54 ára). Hún var kynjuð ofan úr Reykholtsdal. Magnús Hjálmarsson í Geirmundarbæ átti tvær dætur árið 1850, Guðrúnu 8 ára og Helgu 7 ára. Þessar snótir hafa að líkum látið sér vel lynda, er þetta heimili opnaði híbýli sín fyrir munaðarleysingjanum litla, Auðbjörgu Jónsdóttur. Hjá þessu sama fólki átti hún athvarf og skjól, unz hún var sex ára; virðist hafa verið hraust barn og dafnað vel. Er ég leit í Hreppsbók Akraness frá tímaskeiði þessu, vakti það athygli mína, hvernig meðlag með ómögum sveitarinnar er bókfært. Til að sýna, hvaða hátt sveitarstjórnin hafði þá á málum þessum, set ég hér lítið dæmi þessu til skýringar. Auðbjörg Jónsdóttir niðurseta í Geirmundarbæ nýtur árið 1853 a útsvara Magnúsar Hjálmarssonar Geirmundarbæ krónur 2.16 b — Sigmundar Jónssonar þar .......................... — 3 c — Jóns Jónssonar þar ............................... — 2.48 d — Gísla Gíslasonar þar ............................. — 1.64 e — Þórðar Sveinssonar Háteigi ....................... — 2.48 f — Guðmundar Jónssonar Innstavogi ............... — 2 g — Magnúsar Bjarnasonar Krossi .................. — 2.16 Öll árin, sem Auðbjörg var á framfærslu sveitarinnar, var höfð þessi tilhögun á meðlaginu, en sum árin þó bætt við fáeinum krónum úr sveitarsjóði og hvað- eina bókfært með kostulegri nákvæmni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.