Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Síða 109

Andvari - 01.01.1981, Síða 109
ANDVARI BUGUMST EKKI, BRÆÐUR GÓÐIR - 107 innan borðs hrundið úr vör í Reykjavík, og þótti víst engum tíðindum sæta. Skipinu var að sögn beint inn á Kollafjörð eða á lúðumið þar í nánd. Þótt sitthvað bæri til tíðinda í róðrum á þessum árum, voru dagblöðin harla orð- knöpp um slíka atburði, og það svo, að furðu gegnir. Það langgleggsta, sem ég hef fundið um róður þennan, sem þó því miður varð frásagnarverður, áður en degi lauk, birtist í ísafold miðvikudaginn 23. maí 1888, bls. 93: „DRUKKNUN I gær kollsigldi sig skip hér á uppsiglingu úr fiskiróðri, á Hólmasundi, nærri Akurey. Formaðurinn Ófeigur Guðmundsson, bóndi á Bakka við Reykjavík, sonur Guðmundar bónda á Ásum í Eystri-Hrepp, drukknaði, ásamt 2 hásetun- um, Jóni, hálfbróður formannsins, og Steini lausamanni; en öðrum 3 var bjargað af kili. Ófeigur heitinn var valinkunnur maður og vel að sér gjör.“ Hér var ekki verið með málalengingar. Við hefðum sannarlega þegið að fá eilítið nánari fréttir af sjóslysi þessu. Til að mynda: hver (eða hverjir) voru svo lánsamir að bjarga þarna 3 mönnum úr sjávarháska? Hversu lengi höfðu mennirnir verið á kili, er hjálpin barst? Hvað hétu þessir þrír menn, sem þarna voru hrifsaðir úr heljargreipum? Lík Jóns háseta rak á land samdægurs. Hvar rak það á land? Við höfum kynnzt hér að framan einum af þessum skipreikamönnum: Sig- urði Eiríkssyni, er kenndi sig við Hlíðarhús, eftir að hann fluttist til Reykjavík- ur. Sigurður komst á kjöl jafnskjótt og skipinu hvolfdi. Ófeigur formaður komst aftur á móti aldrei á kjöl, en náði tökum á fótum Sigurðar og hélt sér þar dauðahaldi, en hann örmagnaðist, áður en björgun barst, og hvíldi þarna í örm- um Ægis til 11. júlí, eins og síðar kemur í ljós. En þótt Sigurður Eiríksson kæmist lífs af úr þessu sjóslysi, gat hann ekki upp frá þeim degi borið fyrir sig fæturna. Þeir krepptust og biluðu svo gjör- samlega, að hann varð að stumra áfram á tveimur hækjum. Og fleiri líffæri Sigurðar urðu hart úti í þessu volki. Svo harkalega var þjarmað að brjósti hans, að hann fékk blóðspýting, og höfðu einnig þau meiðsli alvarleg og lang- varandi eftirköst í för með sér. Úr þessu mikla örlagaveðri kom Sigurður því sem örkumlamaður til æviloka. Það hefur löngum þótt frásagnarverð hetjudáð að halda sjálfum sér á kili skips í ólgusjó. Ekki betri handfestu en þar er að fá, mun því víst mörgum finnast það nálega ofurmannleg hreysti að sleppa ekki svo naumu taki með fullorðinn mann haldandi sér í fætur hans. En minnilegur hefur Sigurði orðið atburðurinn, sem gjörðist á Hólmasundi þenn- an maídag. Um sjóslys þetta getum við fræðzt nánar, ef við lítum í kirkjubók Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. Þar getum við lesið þetta undir liðnum: „dánir 22. maí 1888: Jón Eiríksson 26 ára, ógiftur vinnumaður hjá föður sínum í Sólheim- um 1 Ytri-Hrepp [Árnessýslu], sjómaður á Bakka [við Reykjavík]. Greftraður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.