Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1981, Side 117

Andvari - 01.01.1981, Side 117
ANDVARI BUGUMST EKKI, BRÆÐUR GÓÐIR - 115 Hólmasundi (í nánd við Akurey) 22. maí 1888, þá er Sigurði og tveimur félögum hans var bjargað úr heljargreipum. Þetta er tilgáta. En dagblöðin í Reykjavík létu sér svo fátt um þessa björgun finnast, að þau steinþögðu um það, hver hefði hrifsað þarna 3 vaska sjómenn úr „kverkum dauðans“. Sigurður Eiríksson var hraðkvæður hagyrðingur og auk þess gæddur næmu skopskyni, hafði opin augu og eyru fyrir broslegum orðræðum manna, kækj- um og tilgerðarlegu látbragði. Hann hlaut því iðulega (einkum á yngri árum) að nota þessa hæfileika sína og sérgáfu til þess að feykja á burt deyfð og lognmollu hversdagsleikans og vekja glaðværð með því að bregða upp í ljóði lífrænni svipmynd á líðandi stund. Þótt þessum skyndibögum Sigurðar hafi langflestum verið skotið út í bláinn, loddi eigi að síður ein og ein vísa í minni manna. Eftir að Sigurður réðst að Kalmanstungu, var forsöngvari í sóknarkirkju hans að Gilsbakka Hjálmar Þorsteinsson bóndi á Kolsstöðum, greindur heiðurs- og sómakarl. Kemur hann dálítið við sögu í ritum Kristleifs Þorsteins- sonar (sjá Ur byggðum Borgarfjarðar IL bindi, bls. 335). Þar segir svo: ,,Séra Jón Hjartarson á Gilsbakka (d. 1881) var meðal beztu söngmanna sinnar tíðar. Voru Grallaralögin sungin í sóknum hans. Hvítsíðingar áttu þá litla völ góðra söngmanna. Hjálmar á Kolsstöðum var þá forsöngvari í Gils- bakkakirkju, en Daníel á Fróðastöðum í Síðumúla. Báðir voru þeir gáfaðir menn og námfúsir. Þeir kunnu Grallaralögin upp á sína tíu fingur, en fyrir sönginn fengu þeir lítið lof. Hjálmar var háróma, og gutlaði hann og dillaði röddinni upp og niður og bjó til boga og trillur eftir sínu höfði til viðbótar því, sem lagið vísaði til. Vel má vera, að rödd hans hefði getað orðið nothæf með tamningu, en fyrir þessa taumlausu ringi varð hún næstum óþolandi. Ég get hér þessa manns sem fulltrúa þeirrar venju, sem þá var ríkjandi (í söng) meðal margra hinna eldri manna.“ Um þessa sérstæðu söngaðferð Hjálmars á Kolsstöðum orti Sigurður Eiríks- son eftirfarandi vísu: Helztu gálma hef ég séð á helgra sálma ráði, þegar Hjálmar hringli með hrína’ og mjálma náði. Árni Halldór Hannesson, sem þegar er nefndur, hefur einnig skrifað upp annan brag Sigurðar, Missæl er þjóðin, og er uppskrift hans varðveitt í Lands- bókasafninu. Erindi þessa kvæðis eru 27 talsins, og er bragarhátturinn bak- sneidd braghenda. I kvæði þessu er höfundurinn að bera saman hin gagnólíku ævikjör mann- anna, þeirra sem búa við allsnægtir og baða í rósum og hins vegar gustuka- mannanna, bónbjargalýðsins tötrumklædda. Ég birti hér nokkur erindi:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.