Andvari - 01.01.1981, Qupperneq 123
ANDVARI
ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD
121
sér af alefli upp í strauminn og virtust
hreyfa fæturna ótt og títt til þess að
missa ekki fótfestuna.
Á þessum slóðum eru áhrif náttúr-
unnar hvergi máttugri en í fjallshlíðinni
fyrir ofan bæinn í Skaftafelli, þar sem
jökullinn blasir við í öllu sínu veldi og
Skeiðará breiðir úr sér niðri á sandinum
og fellur síðan í ótal kvíslum til sjávar.
Þótt hinir breiðu dalir á Vestur- og
Norðurlandi og djúpu firðir á Austur-
landi séu tilkomumiklir, greypast þeir
samt ekki jafnskýrt í minninguna og ægi-
fegurð og tign Öræfasveitar.
Víðast hvar gisti ég hjá fólki, sem
mér hafði verið vísað á. Alls staðar hlaut
ég góðar viðtökur, og mér var það sér-
stakt gleðiefni að finna áhuga bænd-
anna á uppeldis- og kennslumálum og
skilning þeirra á hinni þjóðlegu, ís-
lenzku hefð í þessum efnum.
Könnun mín er þó ekki einvörðungu
reist á slíkum viðræðum, heldur jafn-
framt á fjölda skriflegra upplýsinga. Ég
hafði látið prenta spurningalista, þar
sem ég gerði grein fyrir eðli könnun-
arinnar og bar fram spurningar varðandi
heimilisfræðslu, ævintýri og sögur,
kvöldvökur, húslestra og störf og leiki
barna. Ég ætlaðist ekki til að fá svar
við hverri spurningu fyrir sig, en vildi
aðeins leggja áherzlu á þau atriði, sem
ég kaus að fræðast um. Ég hef fengið
skýrslur frá ýmsum sem ég heimsótti og
auk þess þó nokkrar frá fólki, sem fékk
spurningalistann hiá viðmælendum mín-
um eða höfðu séð hann í blaðinu „Degi“,
sem birti hann. Af þeim 76 sem sendu
svör eru 62 karlar og 14 konur; í hópi
karlanna eru 34 bændur, 11 prestar,
15 kennarar og 2 úr öðrum starfsgrein-
um. Allt er þetta fólk frá bændaheim-
ilum eða prestssetrum (2); það er úr
sveit, en margir eru aldir upp við sjávar-
síðuna, svo að heimilin, sem byggja af-
komu sína að nokkru eða öllu leyti á
fiskveiðum, eiga einnig sína fulltrúa.
Hvað aldri viðvíkur, eru 33 heimild-