Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 140

Andvari - 01.01.1981, Page 140
138 JIOLGER KJÆR ANDVARI svona margar skepnur! Drengurinn jók á fjölbreytni bústofnsins með því að li-ta beinin með mislitri krít. Aður fyrr not- uðu krakkarnir glóandi tönn til þess að auðkenna beinin eða báru á þau sót úr grútarlampanum. A dýrunum gat verið gæðamunur. Gömul kona á Akureyri sagði, að marka mátti á skoru á leggn- um, hvort hann væri reiðhestur eða dráttarklár. Hugmyndaflug barnsins réð eða ræður því vissulega, hvað hlutur á að tákna eða hvað hann er í ímynd þess sjálfs, og þótt undarlegt megi virðast, eru slík tákn allútbreidd og forn, að því að talið er. Við slíka leiki gátu börnin unað sér jafnt sumar sem vetur. íslenzkur lista- maður lék sér að því sem barn að „fara á fjall“ eins og fullorðna fól'kið gerir á haustin. Hann lét þá aftur augun og þeytti leggjunum sínum og hornunum langt út á tún og flýtti sér síðan að smala „fénu“ og reka það heim. „Á veturna,“ skrifar ungur maður, „neyddist ég til að halda mig meira inni en á sumrin. Þá lék ég mér að leggjum, hornum og skeljum og skírði þær eftir húsdýrunum og þóttist vera bóndi. Eg fór í ferð með langar lestir ellegar rak féð á beit og ímyndaði mér svo, að það kæmi stórhríð og ég yrði að bjarga fénu úr snjónum.“ Á sama hátt og búskapurinn birtist í leikjum barna, spegluðu þeir menningar- áhrifin, sem þau urðu fyrir á heimilinu. Á bæ einum í Austur-Skaftafellssýslu kynntist ég 10 ára strák, sem hafði skor- ið söguhetjur úr tré. Hann var einbirni og veitti því ekki af félagsskap, ekki sízt á vetrum. Þá tók hann trémennina sína fram og lét þá berjast eins og í Islend- ingasögunum. Þar sem fleiri börn voru saman, stældu þau stundum sögurnar í leikjum sínum. Séra Magnús Helgason lýsir því vel, hvaða áhrif lestur þeirra hafði á krakkana. Að vísu var hann al- inn upp á sérstöku menningarheimili, en frásögn hans er þó gott dæmi um ís- lenzkt uppeldi. Séra Magnús skrifar: „Við höfðum mest gaman af að berj- ast. Við smíðuðum okkur sverð og spjót og nældum okkur í allar spýtur, sem við fundum. Ennfremur bjuggum við til boga, örvar og gaflok. Boginn var oftast tunnustafur eða rif úr hrossi. Stundum hlóðum við virki og víggarða úr snjó, og síðan var barizt með snjókúlum eða vopnum. Sá sem varð fyrir höggi eða lcúlu á stað sem var álitinn banvænn, vai’ð að víkja úr leiknum um stund, en særðist hann á hönd eða fæti, mátti hann leika leikinn til enda með því skilyrði að beita særða líkamshlutanum ekki fyrir sig. Þetta voru allt útileikir, og foreldr- ar okkar voru ekki sérlega hrifnir af þeim, því að stundum meiddum við okk- ur og fengum þá bágt fyrir. Við reynd- um því að fela skrámurnar, og ég minn- ist þess ekki, að okkur systkinunum hafi nokkurn tíma sinnazt út af smáskeinu. Þegar við lékum okkur inni, fóru bar- dagarnir öðruvísi fram. Við klipptum út fólk í hundraðatali, sem átti að tákna tvær þjóðir, og dreifðum því yfir sitt hvort landið. Rúmin eða koffortin í bað- stofunni, stóru kisturnar í skemmunni eða borðið í stofunni voru löndin og lítill kassi eða askja höfuðborgin. Við röðuðum hermönnunum upp og börð- umst, sumir féllu, aðrir særðust með ýmsum hætti í báðum hei-búðunum. Her- foringinn gerði út um örlög liðsmann- anna með pappírsskærum, sem hann mundaði valdsmannslegur. Þannig háð- um við stórorrustur eins og Brávalla- bardaga í Skjöldungasögu. Við tveir elztu bi-æðurnir stjórnuðum hernum til skiptis, meðan hinn horfði á og skemmti sér konunglega. Stundum komum við okkur upp heil- um flota af bréfbátum með pappírsher- mönnum, og þá voru háðar sjóorustur, t.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.