Andvari - 01.01.1981, Side 141
ANDVARI
ÍSLENZK LÝÐMENNTUN Á 19. ÖLD
139
d. í Hafursfirði eða á Hjörungavogi eða
hvar sem ímyndunaraflinu þóknaðist í
það og það skiptið. Auk stríðshetjanna,
sem stráféllu jafnóðum, klipptum við út
aðra menn úr þykkari pappír. Við vönd-
uðum til þeirra og geymdum hvern í
sinni öskju, því að þeir tilheyrðu eftir-
lætis þjóðum okkar. Guðmundur kaus
sér Púnverja og konung þeirra Hannibal,
en ég Grikki og foringjann Leonídas.
Yngri systkinin áttu Númantíumenn og
Lúsítanía, og húsin sem við byggðum
hétu í höfuðið á þessum þjóðflokkum.
Þegar við uxum upp úr þessum leikjum,
gróf Guðmundur bróðir haug og lagði
menn sína og fjársjóði í hann, en ég
brenndi mína menn, lét öskuna í ker og
gróf það undir fossi í bæjarlæknum.
Við breyttum vinnunni í stríðsleiki
eftir beztu getu. Þegar við vöktum yfir
túninu á vorin, þóttumst við vera 'landa-
mæraverðir og skeþnurnar innrásarlið.
Þegar við vorum send til að tína fífu á
sumrin, ullinhærða jurt, sem notuð var
í kveik á lýsislampann, vorum við vík-
ingar, sem réðust til uppgöngu í fífu-
hólmana og hjuggum höfuðin af fífunni.
Á túninu var langur skurður, sem fyllt-
ist af leysingavatni á vorin; þar var bær
í hverri krummavík, og á milli þeirra
sigldu skúturnar okkar, ýmist úr pappa
eða tré, einfaldar að gerð og vitanlega
heimatilbúnar.“
Frásögn séra Magnúsar sýnir, á hvaða
menningarstigi íslenzk heimili stóðu, og
minnir hún dálítið á lýsingu Grundtvigs
á „Udby Have“, þar sem lestur sígildra
sagnfræðibóka hafði áhrif á leiki hans;
At ved Marathon de faa
hundred Tusind kunde slaa,
maatte, Have, du undgælde
med din Skræppe og din Nælde,
naar mit Skih i Parken drev,
en Themistokles jeg hlev.
Þannig verður þekkingin sem barnið
tileinkar sér undir eins efniviður í