Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 148

Andvari - 01.01.1981, Blaðsíða 148
146 FRÁ KOMU KAÞÓLSKU NUNNANNA TIL ÍSLANDS 1896 ANDVARI Þegar ég reika þarna um, verður á vegi mínum hvert nafnið af öðru, sem vekur í brjósti mér hlýhug og kærar minningar. Þarna er gröf Meulenbergs biskups,1 sem tók okkur skólastrákana ærlega í karphúsið, þegar við höfðum gert eitthvert skammarstrikið. Þarna er gröf Ferdinands munks, sem kenndi olckur að safna frímerkjum og kallaði okkur til kvöldsöngs með unaðslegum klukknaóm. Og þarna hvíla allar nunnurnar, sem komu hingað til lands hver af annarri til þess að hjúkra sjúkum af kristilegum kærleika og köllun, trúar þeirri kenningu Fjallræðunnar, að varast skuli að gera góðverk í augsýn annarra. Já, þær eru orðnar nokkuð margar nunnurnar í Landakoti, sem á liðnum áttatíu og fimm árum hafa lagt leið sína út á hjara veraldar til þess að hjúkra og líkna og hvíla nú í íslenzkri mold. Þegar ég hef gert bæn mína og geng hægt út frá þessum helga stað, verður mér litið á látlausan legstein, hreinan og snyrtilegan. Á honum stendur: Systir MARÍA CLEMENTIA 25. ágúst 1875 - 5. febrúar 1933 R. I.P.2 Eg staðnæmist andartak, og aftur streyma minningar fram í huga mér. I einni svipan kemur hún Ijóslifandi fram fyrir hugskotssjónum mínum. Glæsi- leg kona, ekki hávaxin, nokkuð gild, ákveðin á svip, en óvenju fríð og góðleg. Þegar ég var barn í Landakotsskóla, naut ég leiðsagnar hennar. Hún agaði okkur strangt og lét aldrei bilbug á sér finna, hversu baldnir og óþekkir sem við krakkarnir vorum. Og sjálfsagt hef ég ekki verið í hópi þeirra beztu. Mér hefur meira að segja verið sagt, að ég hafi á stundum verið óvenju erfiður við- fangs. En hvernig sem það kann að hafa verið, þá er það víst, að systir Cle- mentia kunni á mér tökin og gat ávallt hamið mig, þegar ég var hvað verstur. Hún hafði lag á því að hrósa á réttan hátt því litla, sem ég gat gert, og laðaði fram ýmislegt það í fari mínu, sem var jákvætt. Hún kunni þá list að fá okkur verkefni, sem við réðum við og heilluðumst af. Hún hjálpaði okkur og sparaði aldrei tíma né fyrirhöfn til þess að leiðbeina okkur til þroska og styðja við bakið á okkur, þegar á bjátaði. Sjálfur á ég dýrmætar minningar um þann hlý- hug og þann skilning, sem hún gat sýnt, þegar mikið lá við. Sú saga skal ekki rakin hér, enda gerist þess ekki þörf. Hér eru því miður ekki tök á að gera ævistarfi systur Clementiu þau skil, sem verðugt væri, og verður það að bíða betri tíma. Hér verða aðeins rakin helztu æviatriði hennar. 1. Johan Martin Meulenberg Hólabiskup, fæddur í Hillensberg í Kölnarerkibiskupsdæmi árið 1872. Hann tók prestsvígslu í Alsír 1899, en kom hingað til lands árið 1903 og starfaði hér á vegum Kaþólsku kirkjunnar til æviloka. Árið 1923 var Meulenberg gerður postullegur prae- fectus á íslandi, en 1929 varð ísland sjálfstætt umdæmi og Meulenberg skipaður biskup þess. Willem kardínáli van Rossum, sem skömmu áður hafði vígt hina nýbyggðu Krists-konungs dómkirkju í Landakoti, vígði hann til biskups. Martin Meulenberg Hólabiskup andaðist í Reykjavík 3. ágúst 1941. 2. R. I. P. er skammstöfun latnesku orðanna Requiescat in pace, sem þýða: Hvíli [hún] í friði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.