Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1981, Qupperneq 156

Andvari - 01.01.1981, Qupperneq 156
154 FRÁ KOMU KAÞÓLSKU NUNNANNA TIL ÍSLANDS 1896 ANDVARI svefnherbergið okkar. Þar voru þrjú rúm, og máttum við raða þeim hverju yfir annað til þess að koma fyrir tveimur þvottabölum. Systirin, sem sá um matseldina, þurfti einnig að búa til mat handa prestunum og síðar sjúkling- unum. Hún gat því ekki án olíuvélarinnar verið á daginn, og var þess vegna ekki um annað að ræða en að þvo þvottinn á næturnar. Við suðum hann í lítilli grýtu, og þannig björguðumst við fyrst framan af. Til þess að strjúka þvottinn urðum við að hita strokjárnin á eldavélinni. Við gátum því sjaldnast strokið þvottinn á daginn. Að því er mat snerti máttum við einnig á stundum færa Guði ofurlitlar fórnir. Fæða var stundum af skornum skammti, og þess vegna vorum við frönsku sjómönnunum ekki lítið þakklátar, er þeir af örlæti sínu færðu okkur stóran kassa fullan af skipskexi, sem dugði okkur í heilt ár með morgunkaffinu og tevatninu á kvöldin. Litlu eftir að systir Elísabeth kom hingað til landsins tók hún að hjúkra sjúkum víðs vegar um bæinn. Fyrir þetta tók hún svolitla þóknun. Hún var hvarvetna elskuð og virt, enda hurfu hvers konar fordómar um Heilaga kirkju eftir því sem systurnar komust í nánari tengsl við íslenzkt þjóðlíf. Á hverju sunnudagskvöldi var litla kirkjan okkar troðfull af fólki. Það kom jafnan ákaflega vel fram við guðsþjónustuna, að öðru leyti en því, að stundum kom það fyrir, að einhverjir stóðu uppi á kirkjubekkjunum til þess að geta betur séð það, sem fram fór við altarið. Eitt sunnudagskvöldið gerðist það, að séra Frederiksen sagði í miðri prédikun: ,,Vill maðurinn þarna úti við dyrnar gera svo vel að taka ofan.“ En þetta reyndist þá vera kona með loðhúfu á höfðinu svo stórvaxin, að prestinum sýndist hún vera karlmaður. Presturinn endurtók orð sín, svo að veslings konan sá sér ekki annað fært en ryðjast í gegn um mannfjöldann alla leið upp að prédikunarstólnum, svo að presturinn mætti sjá, að hér væri kona á ferð. Þetta broslega atvik varð til þess, að þessi ágæta kona heimsótti prest- inn síðar um kvöldið. Nokkrum dögum eftir þetta hóf hún nám í kaþólskum fræðum. Á aðfangadag jóla tók hún kaþólska trú, og á jóladag var hún í fyrsta sinni til altaris. Þessi íslenzka kona er ein af afkomendum Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins yfir Islandi.1 Af miklum dugnaði og fyrirhyggju tókst sóknarprestinum okkar, séra Jo- hannesi Frederiksen, að afla fjár til lítillar kirkju, og nokkrum mánuðum eftir heimkomu hans var hafizt handa um byggingu hennar. Okkur til mikillar gleði þóknaðist Himnaföðurnum að leita skjóls hjá okkur, því að á meðan bygging kirkjunnar stóð yfir var heilög messa lesin í einu af herbergjunum okkar. Gömlu kirkjunni, sem nú var orðin mjög úr sér gengin, var breytt í 1. Hér er átt við Guðlaugu Arason kennslukonu, 1855-1936, frá Flugumýri í Skagafirði. Hún var á sínum tíma einn af kunnustu borgurum Reykjavíkur. Hafði forframazt í erlendum skól- um meðal annars í Bonn og einkum lagt stund á skriftarkennslu. Hún gerðist kaþólsk rúmlega fertug að aldri og kenndi um árabil í ýmsum skólum bæjarins. Síðustu æviár sín átti hún heima í Kaupmannahöfn, og þar andaðist hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.