Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1981, Page 162

Andvari - 01.01.1981, Page 162
160 FRÁ KOMU KAÞÓLSKU NUNNANNA TIL ÍSLANDS 1896 ANDVARI prestunum tveimur. Eftir messu fermdi hann fimm börn, fjórar stúlkur og einn pilt, en því næst prédikaði hann yfir mannfjöldanum, sem fyllti kirkjuna alveg út að dyrum. Um miðaftansleytið sama dag var bænahald. Par prédikaði séra Klemp á íslenzku, en síðan flutti biskup áhrifamikla ræðu. Að loknu bænahaldinu kom söfnuðurinn saman í prestahúsinu til þess að kynnast biskupi. Priðjudaginn á eftir var aftur haldin hátíðarguðsþjónusta með prédikun, sem hans herradómur flutti. Við þetta tæfifæri tóku þrjár íslenzkar konur fermingu, allar klæddar þjóðbúningi. Á fimmtudag var allur söfnuðurinn enn saman kominn í kirkjunni til þess að vera við biskupsmessu. I prédikun sinni kvaddi biskup hina trúuðu og lét þess getið, að hann vonaðist til að sjá þá bráðlega aftur og dveljast með þeim. Á eftir heimsótti hann okkur systurnar og mælti nokkur hvatningarorð. Bað hann okkur að sýna þolgæði í hinu mikil- væga ætlunarverki. Hans herradómur heimsótti að sjálfsögðu alla helztu fyrirmenn bæjarins, og var honum hvarvetna tekið af hinni mestu vinsemd og virðingu. Hann ræddi við marga alþingismenn um stofnun sjúkrahúss hér í höfuðstaðnum. Þegar biskupinn hélt af stað heimleiðis, fylgdi allur söfnuðurinn honum til skips á bátum. Klefi hans var þrunginn blómaangan, svo mikið af blómum höfðu hinir trúuðu sent honum í kveðjuskyni, enda höfðu þessir fáu dagar, sem heimsókn biskupsins stóð yfir, verið söfnuðinum mikið fagnaðarefni. Hinn 26. apríl 1902 var hornsteinninn að nýja spítalanum lagður við hátíð- lega vígsluathöfn. Húsið var fullgert um sumarið og vígt 16. október um haustið. Byggingin var úr timbri, enda var það talið hentugast byggingarefni á íslandi vegna hinna tíðu jarðhræringa. Séra Schreiber,1 sem tók við af séra Osterhammel árið 1900, framkvæmdi vígsluna. Viðstaddir voru landshöfðingi og amtmaður ásamt ýmsum öðrum virðingarmönnum Reykjavíkurbæjar, sem boðið var til hátíðahaldanna. Frá því að spítalinn hóf starfsemi sína hefur hann ávallt verið vel nýttur, enda hefur fjöldi sjúklinga farið vaxandi ár frá ári. Árið 1903 stunduðum við 221 sjúkling, en legudagar urðu samtals 9789. Árið 1911 var fjöldi sjúklinga 682, en legudagar samtals 17893. Þar sem spítalinn okkar var eina sjúkrahúsið, þar sem aðstaða var til að framkvæma hvers konar skurðaðgerðir, komu sjúklingarnir alls staðar að af landinu. Þetta veslings veilca fólk varð oft að ferðast langar og erfiðar leiðir bæði á landi og legi. Til þess að komast 1. Peter Konstantín Schreiber sóknarprestur fæddist í Ozas í Neðri-Slésíu, Þýzkalandi, árið 1858. Hann stundaði guðfræðinám í Róm og tók prestsvígslu árið 1884. Að svo búnu tók hann þegar til starfa á vegum kaþólsku kirkjunnar í Danmörku. Séra Schreiber kom hingað til íslands árið 1900 og gerðist sóknarprestur kaþólska trúboðsins í Reykjavík. Hann hvarf aftur til Danmerkur síðla árs 1903 og starfaði þar til æviloka 1936. Séra Schreiber var athafna- maður mikill og með afbrigðum ötull til allra starfa. Hér mun hans lengi minnzt í sambandi við byggingu Landakotsspítalans gamla, en þá gróf hann sjálfur vatnsból sjúkrahússins, og þótti það hið mesta afrek og lengi í minnum haft.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.