Andvari - 01.01.1981, Síða 163
ANDVARI
LIR ENDURMINNINGUM SYSTUR CLEMENTIU
161
Landakotsspítalinn elzti, reistur 1902.
landleiðina hingað var oftast notuð stór sjúkrakista, og var henni komið
fyrir á tveimur hestum, sem gengu samsíða. I þessari kistu var búið um sjúkling-
inn líkt og í rúmi. Oft tók ferðalagið þrjá til fjóra daga, og þurfti þá að minnsta
kosti sex eða átta hesta til skiptanna. Venjulega fóru þrír eða fjórir menn
með þessar sérkennilegu lestir.
En það eru ekki einungis íslendingar, sem njóta góðs af sjúkrahúsinu.
Fjöldi sjómanna frá ýmsum þjóðum kemur þangað líka. Svo sem kunnugt er
senda ýmsar erlendar þjóðir fiskiskip sín hingað út á hjara veraldar til þess
að veiða þorsk og aðrar fisktegundir, sem hér er að finna í svo ríkum mæli.
Það kemur því ekki svo sjaldan fyrir, að sent er eftir sjúkrakörfunni okkar til
þess að sækja einhvern veslings sjómanninn, sem orðið hefur fyrir slysi og
þarfnast hjúkrunar. Við tökum á móti honum án þess að hugsa um, hverrar
þjóðar hann sé.
Hingað koma ekki einungis danskir, norskir og sænskir sjúklingar, heldur
einnig enskir, þýzkir, spænskir og rússneskir. Einstöku sinnum höfum við
tekið á móti Portúgölum og jafnvel Bandaríkjamenn hafa notið góðs af starf-
semi spítalans. Það má því með sanni segja, að hann sé „alþjóðlegt sjúkrahús“.
En spítalinn okkar er jafnframt kennslustofnun, því að hingað koma lækna-
nemar til æfinga og verklegs náms. Af þessu má ráða, hversu mikilvæg stofn-
unin er orðin fyrir Island. Að vísu skyggir það nokkuð á, að við getum ekki
glaðzt yfir því, að margir hafi snúizt til kaþólskrar trúar, en víst er, að hvers
konar hindurvitni og hleypidómar í garð Heilagrar kirkju eru að hverfa. Marg-
ur unglingurinn rifjar hér upp frumskyldur sínar við Himnaföðurinn með því
að fara aftur með morgunbænina sína og kvöldversið. Þegar dauðastundin