Andvari - 01.01.1992, Page 7
Frá ritstjóra
Við lifum á óvissutímum. Þessi setning er hin einfaldasta og sannasta tján-
ing þeirra tilfinninga sem með okkur bærast þessi misserin þegar jafnvel
heimsveldi steypa stömpum. „Aftur á móti var annað stríð /í einum grjót-
kletti forðum tíð,“ kvað Bjartur í Sumarhúsum. í nánasta umhverfi And-
vara, rits Hins íslenska þjóðvinafélags, hafa orðið tíðindi sem breyta stöðu
hans og er ekki þegar þetta er ritað séð hvaða áhrif þau munu hafa á fram-
tíð ritsins. En skylt er að hefja þennan árgang á nokkrum orðum af því til-
efni.
I greininni „Frá ritstjóra“ í Andvara 1991 var rætt nokkuð um Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs, með því að Andvari varð rit hennar og Þjóðvinafé-
lagsins, þegar þessum aðilum var steypt saman árið 1939. í ritstjórnargrein-
inni í fyrra var hvatt til þess að bókaútgáfan yrði efld til að sinna hlutverki
sínu, en það hefur jafnan verið að standa fyrir menningarlegri útgáfu. Hún
hafði árum saman verið rekin af vanefnum og skuldir hlaðist upp. Nauð-
synlegt var að endurskipuleggja útgáfuna, en það valt á pólitískum vilja
hvort stjórnvöld vildu halda slíkri stofnun gangandi og stuðla svo að því að
ýmis nýt rit sjái dagsins ljós þótt ekki séu til skyndisölu fallin. Að öðru leyti
var í greininni í fyrra fjallað um starf útgáfunnar fyrr og síðar og bent á ým-
is góð verk sem hún hefur unnið. Skal ekkert af því endurtekið hér.
I þeim svifum sem Andvari 1991 rann gegnum prentsmiðjuna var verið
að brugga allt önnur ráð varðandi Bókaútgáfu Menningarsjóðs en hvatt var
til í þessu riti. Starfshópur sem menntamálaráðuneytið setti á stofn hittist
tvisvar og setti á blað greinargerð á hálfri blaðsíðu þar sem sagði að „úr því
sem komið er, væri réttast að leggja starfsemi Menningarsjóðs niður og
fella lögin úr gildi.“ Um þau vinnubrögð sem lýsa sér í greinargerð þessari
þarf ekki að hafa mörg orð, en vart hefur nokkurri ríkisstofnun verið sýnd
önnur eins óvirðing. Á grundvelli þessa „álits“ var svo stefnan tekin og
fjárveiting til Menningarsjóðs skorin svo grimmilega niður á fjárlögum árs-
ins 1992 að ljóst var að sáralítið sem ekkert yrði aðhafst. Engar tillögur
voru samhliða gerðar um að breyta lögum um Menningarsjóð, en ekki
varð þess vart að þingmenn reyndu að hamla því að stofnuninni yrði þann-
ig fargað með fjárlögum. Raunar er öll lagaleg meðferð málsins með mikl-