Andvari - 01.01.1992, Side 9
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
7
segja að þessi yfirlýsing Morgunblaðsins sé furðu seint fram komin, því þá
var menntamálaráð búið að „samþykkja“ að leggja útgáfuna niður eftir
miklar og raunar grátbroslegar sviptingar.
Eg tel rétt að Andvari geymi nokkur orð um þessa atburði, sem dálítið
hafa verið ræddir í blöðum, og þó alls ekki eins og ætla mátti. Um starf-
semi og hugsanlegt hlutverk bókaútgáfunnar sjálfrar var miklu minna fjall-
að en þær uppákomur sem urðu í menntamálaráði. Eina undantekningin er
grein eftir Astráð Eysteinsson, „Bókaútgáfa Menningarsjóðs“, í Morgun-
blaðinu 9. júlí 1992. Þetta er ítarleg og vel rökstudd grein þar sem Ástráður
reifar ýmsa kosti sem fyrir hendi eru - eða voru - til að endurskipuleggja
útgáfuna, m.a. með samstarfi við Háskóla Islands. Sem kunnugt er hefur
slíkt samstarf verið nokkuð síðustu ár, þótt nauðsyn væri að koma því á
fastari grundvöll. Ef Menningarsjóður yrði að einhverju leyti á vegum Há-
skólans væri vitaskuld rétt að breyta skipan menntamálaráðs þannig að
stofnanir Háskólans eða aðilar sem eiga að stýra vísindalegri og fræðilegri
starfsemi tilnefndu menn til setu þar.
Það getur ekki verið keppikefli að Bókaútgáfa Menningarsjóðs starfi
áfram í óbreyttu formi. Meir að segja eru gild rök fyrir því að stjórnarform-
ið sé óheppilegt. Þingkjörið ráð, kosið eftir sveiflum á Alþingi, ákvað út-
gáfuna án fjárhagslegrar ábyrgðar að því er virtist og oft án þess að hafa til
þess faglega eða fræðilega þekkingu. En hitt er meginatriði að sá stuðning-
ur ríkisvaldsins við vandaða bókaútgáfu sem falist hefur í starfsemi Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs verði ekki látinn niður falla. Því verður raunar ekki
trúað að Alþingi láti slíkt henda, hvað sem líður skyndiákvörðunum í ráðu-
neyti menntamála síðustu misseri.
Starfsemi Hins íslenska þjóðvinafélags hefur sem fyrr sagði verið samflétt-
uð Bókaútgáfu Menningarsjóðs um áratuga skeið. Rit félagsins, Almanak
og Andvari, hafa í reynd verið meðal útgáfubóka Menningarsjóðs og
Menningarsjóður hefur séð um dreifingu þeirra. Það er því augljóst að að-
farirnar gegn Menningarsjóði hafa veruleg áhrif á stöðu þessara rita. Hins
vegar er Þjóðvinafélagið sjálfstætt félag, stjórn þess kosin sérstaklega á Al-
þingi og því er það Alþingis og einskis annars að ákvarða um framtíð þess.
Þjóðvinafélagið hefur sérstakan fjárhag og stjórn þess hefur ákveðið að
gefa rit félagsins út áfram þar til Alþingi kann að ákvarða annað. Andvari
er nú í fyrsta sinn prentaður hjá Prentsmiðjunni Odda, en Sögufélagið hef-
ur tekið að sér dreifingu hans og Almanaksins. Þjóðvinafélagið væntir þess
að lesendur haldi tryggð við rit félagsins hér eftir sem hingað til. Alman-
akið hefur lengi haft verulega útbreiðslu, en kaupendum Andvara mætti
vel fjölga nokkuð frá því sem nú er. Er það von okkar að áhugamenn um
íslenska menningarsögu telji sér feng að ritinu.