Andvari - 01.01.1992, Side 14
12
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
1. Uppruni og bernska
Sigurður skólameistari var kominn af merkum húnvetnskum bænda-
ættum. Þóttu forfeður hans ýmsir þéttir fyrir, ráðríkir nokkuð og
fastheldnir á forna siði, en raungóðir og hjálpsamir, ef til þeirra var
leitað og með þurfti.
Faðir Sigurðar var Guðmundur Erlendsson bóndi á Æsustöðum í
Langadal, en fluttist síðar í Mjóadal í Laxárdal. Guðmundur var
mikils metinn, hann var hreppstjóri á þriðja áratug og rækti þau
trúnaðarstörf vel, en mun hafa hneigst til þunglyndis.
Föðurafi Sigurðar var Erlendur Pálmason í Tungunesi, mikilhæfur
niaður og forkólfur í félagsmálum bænda. Erlendur þótti býsna lag-
inn við að koma málum fram. Einnig þótti hann snjall uppalandi og
er freistandi að nefna hér stutta sögu af því. Einhverju sinni réðst til
Erlendar ungur kaupamaður er var heldur linur við slátt. Erlendur
fylgdist vel með vinnufólki sínu, hann gengur til kaupamanns þar
sem hann er að slá og segir: „Vel er slegið, mikið er slegið, en þó
held ég þú sláir nú meira á morgun.“ Vert er að gefa gaum að því
hvernig þessi gamli búhöldur vefur aðfinnslu sína í lof. Hann vill
ekki brjóta niður sjálfstraust unglingsins. Jafnframt lýsir sagan góð-
látlegri skopvísi, enda flaug hún á svipstundu um allt Húnaþing.
Ekki er ólíklegt að þeim er þekktu Sigurð komi í hug viðbrögð hans
er svipað stóð á. Hann kunni líka að hvetja með hrósi og orða að-
finnslur á snjallan og eftirminnilegan hátt.
Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir, mild kona og hlý,
glaðvær og létt í lund. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson
hreppstjóri á Reykjum á Reykjabraut og kona hans Þorbjörg Árna-
dóttir bónda á Tindum á Ásum. Reykir voru í þjóðbraut. Þar var því
gestkvæmt og þótti Þorbjörg húsfreyja mikil rausnarkona og skör-
ungur.
Sigurður skólameistari var elsta barn móður sinnar og var mjög
kært með þeim mæðginum. Líklegt er að hann hafi þegið þá hlýju og
ástríki, er einkenndi hann, úr móðurætt sinni, en málafylgju og
þrautseigju úr föðurætt. Og þaðan hafi honum einnig komið ofurvið-
kvæmni og geðsveiflur er stundum sóttu á hann, þótt honum tækist
löngum að dylja þær ókunnugum.