Andvari - 01.01.1992, Síða 17
andvari
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
15
áns, en faðir Ólafs Björnssonar prófessors, segir svo frá í bréfi til
Ingibjargar systur Sigurðar árið 1950:
Eg man að við Eiríkur bróðir minn undruðumst mjög þekking hans á forn-
sögunum og hve vel hann var heima í Alþingistíðindum og kunni skil á mik-
ilhæfustu alþingismönnum og helstu leiðtogum þjóðarinnar. Auk þess var
hann vel kunnugur öllum helstu samtíðarskáldunum, til dæmis Þorsteini Erl-
ingssyni og Matthíasi Jochumssyni og kunni mikið af ljóðum þeirra.
í sama bréfi segir Björn þetta um skólavist Sigurðar, en þeir voru
skólabræður og luku báðir stúdentsprófi 1902:
Framan af skólaárum hans fannst manni að brugðið gæti til beggja vona. . .
Engir sem til þekktu efuðust um hina miklu hæfileika hans, en þeir voru
ekki alhliða, heldur bundnir vissum námsgreinum. Þær - og raunar margt
lleira - tóku hug hans allan. Honum veittist erfitt að leiða hugann að hinu
sem hann hafði engan áhuga fyrir. . . Þar við bættist sérstæður persónuleiki,
sem var til þess fallinn að verða að skotspæni grunnfærinna náunga, sem í
mörgum skólum eru einmitt þeir sem móta skólalífið, og svo var það í latínu-
skólanum gamla. . . Þannig var líf Sigurðar lengi vel hörð barátta. Vinir
hans voru lengi milli vonar og ótta um hvernig henni myndi ljúka, en eins og
í ævintýrunum fór þetta allt vel.3
2. / Latínuskólanum
Ár Sigurðar í Latínuskólanum í Reykjavík voru umbrota- og erjuár í
sögu þessarar gömlu stofnunar. Björn M. Ólsen var nýorðinn rektor
þegar Sigurður þreytti inntökupróf. Björn var mikilhæfur vísinda-
maður, en honum var ekki að sama skapi sýnt um skólastjórn. Kalla
mátti að allt logaði í úlfúð og illdeilum þessi ár. Ýmsum nemendum
var vísað úr skóla, aðrir sögðu sig úr honum. Ekki er vitað til þess að
Sigurður hafi staðið framarlega í þessum erjum, en þó mun hafa leg-
ið við að honum væri vísað úr skóla. Sigurður minnist Björns M.
Ólsens einkar hlýlega í Heiðnum hugvekjum og mannaminnum:
Á skólaárum mínum bar ég eigi gæfu til samþykkis né góðrar sambúðar við
sýslunga minn, Björn M. Ólsen. Var mér fremur kalt til hans á því skeiði. . .
Nú er ég á efri árum lít yfir farinn veg, ræð ég það af ýmsu að hann hefir vilj-
að mér vel. . . Kynntist ég honum nokkuð á kennaraárum mínum í Reykja-
vík. Ég leitaði stundum aðstoðar hans í málfræðiraunum og fornvísna-vanda.
Hann tók mér þá jafnan hið besta, var ávallt boðinn og búinn að leysa vand-