Andvari - 01.01.1992, Side 19
ANDVARI
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
17
á raunveruleik og hugarburði, hugkvæmd og staðreynd, vita ekki, hvað þeir
vita og ekki vita. Löng skólaþjálfun á að bæta úr þessum eðlisbresti, sem
henni tekst þó alls ekki alltaf, ekki fremur en læknunum að lækna alla sjúk-
dóma. . .
En þótt ég þykist gera mér far um að meta rétt gildi latínuskólans gamla,
harma ég, hve tímanum var að sumu leyti óhagkvæmlega varið þar. Á ég þar
við þann tíma, sem sóað var og bruðlað með í gömlu málin. Ég veit vel, að
um þetta efni eru sumir merkir skólabræður mínir mér ósammála. Þeir trúa
því, að latínan hafi innrætt nákvæmni í andlegum vinnubrögðum og hugsun,
hún hafi skerpt rökvísi og skýrleik. Víst temur latína við nákvæmni - í lat-
ínu. Hinu neitar heldur enginn, að stuðningur sé að latínukunnáttu í námi á
frakknesku, þýsku, ensku, í öllu málanámi. En það er krókótt leið að nema
latínu til þess að fullkomnast í enskri tungu. Reynslan sýnir og, að slíkur
krókur er algerr óþarfi. . .
Þá er ég gæti þess, er getið hefir verið, virðist mér latínu- og grískunám
fyrir 30 árum orðið hafa heldur dýrt. Ein afleiðing þess var sú, að vér ýmsir
urðum lítt læsir á helstu menningartungu álfu vorrar, ensku, nema bestu
námsmennirnir, ef þeir hafa þá orðið það allir, sem ég efast mikillega um.
Af fákunnáttu í nýju málunum og tímaskorti til iðkunar á þeim leiddi, að
menntamenn vorir kynntust minna en skyldi mikilvægustu hugsunum og
stefnum samtíðar sinnar, nema ef þeir síðar vörðu tíð og orku til náms hinna
miklu höfuðtungna. Gerðu þeir sumir það og að nokkru. Þykir mér eigi ólík-
legt að forntungnanámið hafi að einhverju seinkað vexti þjóðfélags vors,
þ.e. ef miðað er við, að nemendur í stað latneskra rithöfunda og sagnaritara
hefði kynnst þeim rithöfundum, sem framsæknastir voru á námsárum þeirra
og æskutíð.5
3. Háskólaárin
Haustið eftir stúdentspróf siglir Sigurður Guðmundsson til Kaup-
mannahafnar. Þar dvelst hann næstu átta árin við nám í norrænum
fræðum. Nú er hann kominn á það fræðasvið sem hann hefur áhuga
á, en engu að síður fer hann sér að engu ótt heldur gefur sér góðan
tíma, les feiknin öll utan fræðanna, einkum skáldskap af ýmsu tæi,
en einnig heimspeki og sálarfræði. Hann íhugar og grundar, reynir
að brjóta til mergjar, þau heilabrot eiga eftir að skila sér síðar. Ekki
er gott að segja hverjir af kennurum hans við háskólann hafa haft
mest áhrif á hann, en þar starfaði þá margt mætra manna og sköruðu
sumir fram úr. Hæst ber sennilega heimspekinginn Harald Höffding.
Hann var einhver merkasti og áhrifamesti heimspekingur á Norður-
2