Andvari - 01.01.1992, Side 23
andvari
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
21
málastjóra og birt í Skólablaðinu. Sigurður átti eftir að rita um
marga Islendinga og gera það af mikilli list og innlifun. Honum lét
vel að fást við skaphöfn manna og örlög, kryfja til mergjar og draga
fram eftirtektarverða þætti í fari manna og eðli.
Þessi eftirmæli ritar Sigurður um Guðjón Baldvinsson kennara,
frænda Jóhanns Sigurjónssonar skálds, en hann lést árið 1911 aðeins
28 ára að aldri. Sigurður birtir þessa grein í Heiðnum hugvekjum og
mannaminnum, en segist þó ekki alls kostar ánægður með hana:
„Mér finnst hún kuldalegri en maklegt er, og ég eigi fá komið þar
orðum að því, hvílíkt góðmenni hann var, og hve ég hugsa til hans
með miklum vinarhug og þakklæti fyrir marga samvistar- og við-
ræðustund, þref og málsennur. . .“
En þótt Sigurður sé ekki með öllu ánægður með greinina um Guð-
jón Baldvinsson, eru þar skemmtilega skarpar athuganir og margt
sem bendir til þess er kemur fram í seinni skrifum Sigurðar um svip-
uð efni, þótt eigi verði það tíundað hér. - Árið 1912 birtast þrír rit-
dómar Sigurðar í Skírni og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann
er lægstur. Árið áður höfðu tveir ungir íslenskir menntamenn samið
vísindalegar ritgerðir um heimspeki og hlotið doktorsnafnbót fyrir.
Þetta voru þeir Ágúst H. Bjarnason og Guðmundur Finnbogason.
Rit Ágústs heitir Jean-Marie Guyau. En fremstilling og en kritik af
hans filosofi (Kbh. og Kria 1911), rit Guðmundar heitir Den sympa-
tiske forstaaelse (Kbh. og Kria 1911). Árið 1912 birti Guðmundur
Hannesar Árnasonar-erindi sín undir nafninu Hugur og heimur.
Þessi þrjú rit fjallar Sigurður um í greinum sínum í Skírni. Arin 1911
og 1912 hafa sýnilega verið óvenjuleg ár í íslenskri heimspekisögu.
Af öðrum ritgerðum Sigurðar í Skírni frá þessum árum má nefna
„Matthías áttræður“ frá 1916, skarplega og snjalla grein um sagna-
skáldið Jón Thoroddsen frá 1919 og greinina „Gunnar á Hlíðarenda“
frá árinu 1918. Þetta er löng grein, enda var henni skipt á tvö hefti.
Að stofni til var þetta erindi er Sigurður hafði flutt á fundi í Stúd-
entafélaginu og síðar á vegum alþýðufræðslu þess. I eftirmála grein-
arinnar segir Sigurður að ýmsum hafi lfkað erindið illa og sumum
stórilla og hafi það ekki komið sér á óvart:
Tvennt var það einkum, er hneykslun olli: að eg talaði ekki virðulega um
Gunnar á Hlíðarenda og leyfði mér að rengja fomsögur vorar. . . Það er satt,
að sumar skýringar í ritgerð þessari geta orkað tvímælis, hvort réttar séu, enda
segi eg oft „líklega", „eg held“, að sé „hugboð mitt“ o.s.frv. Mér getur