Andvari - 01.01.1992, Síða 24
22
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
hafa - og hefir eflaust - skotist í einstökum atriðum. Eg vona samt, að grein
mín veki menn til umhugsunar um sögur vorar. En hitt þykist eg vita . . . að
framtíðin samsinni þeim tveimur höfuðskoðunum, er eg hefi haldið fram í
grein minni: að Njála hafi stækkað og siðfágað Gunnar, og að hún sé með
skáldlegri list og skáldlegu ráði ritin.“8
Greinilegt er að þessi ritsmíð hefur komið nokkru róti á hugi manna,
enda koma þar fram ný viðhorf til fornsagnanna. Sömu viðhorf
koma ljóslega fram í bók hans Agrip af forníslenskri bókmenntasögu
er kom út árið 1915. Mikil áhersla var á fornbókmenntum í kennslu
móðurmálsins, en ekkert hæfilegt yfirlit um þær tiltækt á þessum ár-
um. Þótt einkennilegt kunni að virðast varð þetta eina kennslubókin
sem Sigurður skrifaði um ævina. En hún hefur orðið lífseig. Hún var
endurprentuð 1930 og aftur 1949, aukin og bætt í hvort sinn og hefur
verið kennd í framhaldsskólum fram á þennan dag. I eftirmála 3. út-
gáfu segir Sigurður að fyrir sér hafi vakað:
að segja ungum nemöndum og lesöndum til um, hversu lesa skyldi hin sí-
gildu fornrit vor, krafta- og kappakviður Sæmundar-Eddu og kvæði sumra
fornskálda vorra, svo að þeir fyndu þar eilífðina, eilífðina í mannlegu eðli og
eilífðina í mannlegri sál. . . Margur læs er ólæs. Erindi þessa ritlings er að
kenna lestur, að gera, eftir megni, ólæsan, að nokkru, lesandi.
Ungir námsmenn og bókamenn verða að komast á það lag að lesa sögur
vorar eins og þroskaðir bókmennta-iðkendur lesa skáldsögur vorra daga,
öðlast á þeim þann skilning, er mestu skiptir, hafa af þeim þroskanot og
andans nautn (samfara andlegu erfiði, sem jafnan fylgir alvörumiklum lestri
gagnhugsaðra skáldverka og efnismikilla). . .
Iþrótt kennarans og ljósagaldur er fólginn í að venja unga lesendur á að
gera sér hjálparlaust grein fyrir, af hverju skáldið sýnir eða syngur um þetta
atriði eða þessa atburði, að hverju hann stefnir eða sækir í vali og meðferð
efnis síns, vitandi vits, „markvís“ eða misjafnlega „markvís". Ungir lesendur
verða og að venjast á að finna og meta, hvort skáldið nær markmiði sínu og
hversu mikilsvert eða hugtækt (,,interessant“) það markmið var, sem að var
keppt. Skemmtilegt og frjósamlegt getur og verið að hyggja að orðavali, af
hverju skáldið notar einmitt þetta orð á þessum stað, en gæta þar þó hófs,
muna, hvað er aðalatriði og hvað er aukaatriði. Það er list að skýra list. Þar
er, sem í flestum öðrum efnum, vandsiglt milli skers og báru, að þar verði
hvorki of né van.9
Hér er markið sett hátt. Höfundur segir aðeins frá merkustu ritun-