Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 31

Andvari - 01.01.1992, Side 31
andvari SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 29 Guðmundsson aflaði sér mikilla vinsælda meðal nemenda þegar í upphafi. Auðvitað voru alltaf undantekningar og einhverjir óánægðir, enda var pers- ónuleiki hans sá að hann hlaut að skapa sér andstæðinga eigi síður en fylgj- endur. En alvarlegir árekstrar urðu færri en mátt hefði ætla.14 Samhliða ýmsum nýjungum í innra lífi skólans hóf Sigurður nú bar- áttu fyrir auknum réttindum skólanum til handa. Þá baráttu hafði Stefán skólameistari hafið og unnið hálfan sigur: með reglugerð frá 1908 veitti gagnfræðapróf frá skólanum sama rétt til inngöngu í lær- dómsdeild Menntaskólans í Reykjavík og próf í honum sjálfum. En ýmis vandkvæði voru á sambandi skólanna þrátt fyrir þennan áfangasigur. Þeir sem hugðu á stúdentspróf þurftu að fara til Reykja- víkur sem fyrr. Þar var dvalarkostnaður miklu hærri en í heimavist- inni á Akureyri, svo að þetta setti mörgum efnalitlum námsmanni stólinn fyrir dyrnar. Fyrir þá sem gátu klifið þennan hjalla komu aðr- ir örðugleikar til sögunnar þegar suður var komið: skólarnir voru af- ar ólíkir, skólabragur syðra kom norðanmönnum á óvart og ýmsir þeirra áttu erfitt með að fella sig við hann. Steindór skólameistari Steindórsson tekur nokkuð djúpt í árinni, þegar hann í æviminn- ingum sínum nefnir kaflann um dvöl sína í Reykjavíkurskóla „Kalinn á hjarta þaðan slapp ég“. En Stefán Jóhann Stefánsson lýsir þessum mun skólanna á mildan og raunsæjan hátt í endurminningum sínum: Ég varð þess fljótt var, að annar blær var yfir öllu í menntaskólanum en ver- ið hafði í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Kennararnir voru ólíkir, félags- skapur nemenda nokkuð með öðrum hætti. Heimavistin, sem setti svip sinn á gagnfræðaskólann á Akureyri, tengdi nemendur þar fastari böndum við skólann og kennaraliðið. Þar var allt vistlegra, skólinn eins og stórt heimili fyrir utan og ofan smábæjarlífið á Akureyri. En yfir menntaskólanum var allt annar bragur, svipur gamallar og virðulegrar stofnunar, er mótaði í ýmsu hætti höfuðborgarinnar og var eftirtektarverður þáttur í lífi hennar. Kenn- arar menntaskólans voru flestir fjarlægari nemendum en starfsbræður þeirra á Akureyri og nokkuð bar á erfðavenju vissrar andúðar, er ríkti á milli nem- enda og kennara skólans. Þessi andi lá þar í loftinu, án þess að eiga sér nokkur skynsamleg rök eða réttmætar ástæður.15 Stefáni skólameistara var þetta full Ijóst, eins og fram kemur í bréfi hans til Valtýs Guðmundssonar frá árinu 1916. Þar segir meðal ann- ars: Sérstaklega er sambandið milli skólanna orðið mér þyrnir í augum, sem ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.