Andvari - 01.01.1992, Side 31
andvari
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
29
Guðmundsson aflaði sér mikilla vinsælda meðal nemenda þegar í upphafi.
Auðvitað voru alltaf undantekningar og einhverjir óánægðir, enda var pers-
ónuleiki hans sá að hann hlaut að skapa sér andstæðinga eigi síður en fylgj-
endur. En alvarlegir árekstrar urðu færri en mátt hefði ætla.14
Samhliða ýmsum nýjungum í innra lífi skólans hóf Sigurður nú bar-
áttu fyrir auknum réttindum skólanum til handa. Þá baráttu hafði
Stefán skólameistari hafið og unnið hálfan sigur: með reglugerð frá
1908 veitti gagnfræðapróf frá skólanum sama rétt til inngöngu í lær-
dómsdeild Menntaskólans í Reykjavík og próf í honum sjálfum. En
ýmis vandkvæði voru á sambandi skólanna þrátt fyrir þennan
áfangasigur. Þeir sem hugðu á stúdentspróf þurftu að fara til Reykja-
víkur sem fyrr. Þar var dvalarkostnaður miklu hærri en í heimavist-
inni á Akureyri, svo að þetta setti mörgum efnalitlum námsmanni
stólinn fyrir dyrnar. Fyrir þá sem gátu klifið þennan hjalla komu aðr-
ir örðugleikar til sögunnar þegar suður var komið: skólarnir voru af-
ar ólíkir, skólabragur syðra kom norðanmönnum á óvart og ýmsir
þeirra áttu erfitt með að fella sig við hann. Steindór skólameistari
Steindórsson tekur nokkuð djúpt í árinni, þegar hann í æviminn-
ingum sínum nefnir kaflann um dvöl sína í Reykjavíkurskóla „Kalinn
á hjarta þaðan slapp ég“. En Stefán Jóhann Stefánsson lýsir þessum
mun skólanna á mildan og raunsæjan hátt í endurminningum sínum:
Ég varð þess fljótt var, að annar blær var yfir öllu í menntaskólanum en ver-
ið hafði í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Kennararnir voru ólíkir, félags-
skapur nemenda nokkuð með öðrum hætti. Heimavistin, sem setti svip sinn
á gagnfræðaskólann á Akureyri, tengdi nemendur þar fastari böndum við
skólann og kennaraliðið. Þar var allt vistlegra, skólinn eins og stórt heimili
fyrir utan og ofan smábæjarlífið á Akureyri. En yfir menntaskólanum var
allt annar bragur, svipur gamallar og virðulegrar stofnunar, er mótaði í ýmsu
hætti höfuðborgarinnar og var eftirtektarverður þáttur í lífi hennar. Kenn-
arar menntaskólans voru flestir fjarlægari nemendum en starfsbræður þeirra
á Akureyri og nokkuð bar á erfðavenju vissrar andúðar, er ríkti á milli nem-
enda og kennara skólans. Þessi andi lá þar í loftinu, án þess að eiga sér
nokkur skynsamleg rök eða réttmætar ástæður.15
Stefáni skólameistara var þetta full Ijóst, eins og fram kemur í bréfi
hans til Valtýs Guðmundssonar frá árinu 1916. Þar segir meðal ann-
ars:
Sérstaklega er sambandið milli skólanna orðið mér þyrnir í augum, sem ég