Andvari - 01.01.1992, Qupperneq 32
30
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
þó einu sinni keppti eftir, en reynslan hefur sýnt mér, að það getur ekki og
má ekki haldast til frambúðar, það er aðeins spor í áttina til að fá fullkominn
skóla fyrir Norðurland. Nýjan „Hólaskóla“ í stað þess sem frá okkur var tek-
inn, jafn fullkominn og réttháan Reykjavíkurskóla og samhliða honum að
öllu leyti, nema margfalt betri og heilbrigðari en skólinn syðra, sem fyrir
löngu er gegnsýrður orðinn af hinum allra hættulegustu og hvimleiðustu and-
legu sjúkdómum. Hér hafa þeir aldrei náð sér niðri, sóttkveikjurnar hafa
ekki þrifist hér í birtunni og hreinviðrinu, sem verið hefur yfir þessum skóla,
og ofan á hann vil ég byggja. Samkeppni milli tveggja skóla er að mínu áliti
lang líklegasta meðalið við óstandi því og aflægi, sem náð hefur að festa ræt-
ur í skólanum syðra til stórtjóns fyrir land og lýð.16
Baráttan fyrir fullkomnum skóla norðanlands féll að mestu niður
síðustu skólastjórnarár Stefáns, en Sigurður Guðmundsson vakti
hana að nýju og reyndist bæði fylginn sér og laginn í þeirri baráttu.
Það flækti málið nokkuð að ekki voru allir norðanmenn sama sinnis
og einnig voru skiptar skoðanir syðra. Norðanlands kom fram sú
skoðun að skynsamlegra væri að efla alþýðumenntun heldur en að
beina fólki svo mjög að stúdentsprófi. í Reykjavík óx þeirri hug-
mynd hins vegar fylgi um sinn að efla bæri menntaskólann með því
að leiða forntungurnar að nýju til öndvegis, hverfa aftur til þess
horfs er ríkti fyrir 1904. Þá yrði skólanum ekki lengur skipt í gagn-
fræða- og lærdómsdeild og þá féllu réttindi Akureyrarskólans niður.
Einn helsti talsmaður þessarar stefnu var Bjarni Jónsson frá Vogi, en
hún átti sér marga stuðningsmenn aðra. Frumvörp um þetta og um
aukin réttindi til handa Gagnfræðaskólanum á Akureyri komu fram
á Alþingi ár eftir ár, en náðu aldrei fram að ganga, þótt stundum
væri mjótt á munum. Bjarni frá Vogi andaðist 1926, en árið eftir varð
Jónas Jónsson frá Hriflu dóms- og kennslumálaráðherra, eins og
embættið hét þá. Jónas var gamall nemandi skólans og hafði alla tíð
látið sér mjög annt um hann. Jónas hafði verið einn helsti hvatamað-
ur þess að veita Gagnfræðaskólanum rétt til að brautskrá stúdenta
og beið nú ekki boðanna. Hann fór til Akureyrar haustið 1927 og las
þá í skólanum ráðherrabréf er veitti Gagnfræðaskólanum á Akureyri
heimild til að starfrækja lærdómsdeild. Þar með var sigur norðlenska
skólans í höfn. Sigurður hafði barist ötullega fyrir þessum sigri. Und-
anfarna vetur hafði hann haldið uppi nokkurri kennslu í framhalds-
deild og vorið 1927 sendi skólinn sex nemendur suður til að þreyta
stúdentspróf við menntaskólann. Þeir stóðust prófið allir. Þeir
gengu í raun undir mun þyngra próf en innanskólanemendur, sem að