Andvari - 01.01.1992, Side 34
32
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
8. „Á Sal“
Þegar Möðruvallaskóli tók til starfa fylgdi hann dæmi Reykjavíkur-
skóla og sendi frá sér skýrslu árlega um skólastarfið. I tíð Jóns
Hjaltalíns voru þessar skýrslur fátæklegar og knappar, en þegar Stef-
án Stefánsson tók við urðu þær smám saman ítarlegri. Hann tók upp
þann sið að birta í skýrslunni ræður sínar við skólasetningu og skóla-
slit.
Þegar Sigurður tók við skólanum hélt hann þeirri hefð áfram en
breytti henni smám saman: tók að birta ræður er hann flutti við önn-
ur tækifæri í skólanum. Þar með er komið að merkum kafla í skóla-
stjórnarlist Sigurðar. Sjálfur lýsir hann þessum ræðum þannig:
Þá er eitthvað ber út af í skólanum, flyt ég stundum um það tölu til allra
nemenda. Læt ég þá margt fjúka, tek á mig króka og fer útúrdúra, endurtek,
stagla og stagla, sem vor kennara er siður og sjúkdómur. . . Muna ber, að
slíkum smíðum er ekki ætlað lista-, speki-, nýnæmis- né bókmennta-gildi,
heldur eingöngu að orka, af veikum mætti, á nemendur. Þótt árangur af slík-
um ræðum reynist löngum lítill til frambúðar, gera þær stundum gagn í bili
og skaða, að minnsta kosti, aldrei, er fram í sækir.18
Þarna er komið að meginmuninum á skólunum tveimur. Reykja-
víkurskóli var fræðslustofnun, fyrst og síðast; í norðlenska skólanum
var frá upphafi lögð áhersla á að ala nemendur upp, móta þá.
Jón A. Hjaltalín kom að Möðruvallaskóla eftir langa dvöl í Eng-
landi og Skotlandi. Ekki er ólíklegt að hann hafi kynnst nokkuð þar-
lendum skólum og sótt hugmyndir þangað, þótt erfitt sé að meta slík
áhrif nú. Víst er þó að honum var mjög móti skapi að hefta frelsi
nemenda. í álitsskjali til stjórnvalda 1902 ritar hann:
Að binda fjöruga æskumenn á klafa ætla ég að sé hið versta uppeldi, sem
menn geta gefið þeim. Menntun, og meina ég með því að gjöra manninn að
manni, þróast ekki svo að til nytja verði nema í frelsi, og eigi síður við það,
að sá er menntast vill hefir við nokkra örðugleika að berjast.19
Um þetta segir eftirmaður hans Stefán Stefánsson skólameistari:
Þessi var meginregla hans (Jóns Hjaltalíns) og var hún bæði styrkur hans og
veikleiki sem skólamanns. Frelsið er æskunni lífsskilyrði. En hóf er best í