Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 35

Andvari - 01.01.1992, Page 35
ANDVARI SIGURÐUR GUÐMUNDSSON 33 hvívetna og takmarkalaust frelsi getur auðveldlega leitt til sjálfræðis og aga- leysis, og sanna yfirburðamenn þarf til þess að forða því með öllu að svo fari, enda verður því ekki neitað, að nokkuð bólaði á því síðustu ár Hjalta- líns, eftir að fjörið tók að dofna og kraftarnir að þverra. Verður það ekki tal- ið honum til ámælis eða rýrðar. 20 Þessi dómur Stefáns lýsir að nokkru viðhorfi hans sjálfs til uppeldis- mála. Áður hefur verið á það drepið, hve umhugað honum var um að glæða með nemendum snyrtimennsku og fallega framkomu í hví- vetna, fága þá í sniðum og framferði öllu. Mest er þó vitað um viðhorf Sigurðar í þessum efnum og viðleitni hans til að hafa menningarleg og mannúðleg áhrif á nemendur. Sig- urður las alla ævi feiknin öll um heimspeki, sálarfræði, uppeldismál °g þjóðfélagsmál, sótti sér föng víða að, ekki síst frá Bretum. Páll Skúlason prófessor hefur bent á það, hve hugmyndir Sigurðar um eiginlegt hlutverk skóla eru líkar hugmyndum breska heimspek- ingsins John Stuart Mills um hlutverk háskóla. John Stuart Mill rit- ar: Eiginlegt hlutverk háskóla í menntun þjóðar er sæmilega vel skilið. Að minnsta kosti eru menn nokkuð sammála unr hvað háskóli er ekki . . . Há- skóla er ekki ætlað að veita þekkingu sem menn þarfnast til að afla sér lífs- viðurværis í sérstakan hátt. Meginviðfangsefni þeirra er ekki að útskrifa hæfa lögfræðinga, lækna eða verkfræðinga, heldur hæfar og menntaðar manneskjur. . . Það sem starfsmenntaðir menn eiga að flytja með sér frá há- skólanum er ekki starfskunnátta eingöngu, heldur það sem bregður birtu al- mennrar menntunar yfir tæknibrögð sérgreina - það sem á að stjórna því hvernig þeir beita starfskunnáttu sinni. Menn geta orðið hæfir lögfræðingar án almennrar menntunar, en það er komið undir almennri menntun að þeir verði heimspekilega þenkjandi lögfræðingar, sem leita eftir og eru færir um að skilja undirstöður hlutanna, í stað þess að troða minni sitt fullt af smáat- riðum.21 Til samanburðar vitnar Páll í ræðu sem Sigurður flutti árið 1937, á tíu ára afmæli Menntaskólans á Akureyri. Þar segir þetta: Sönn menning, lifandi menning, eðlismenning eða eðlismenntun er fólgin í því, að menn leitast jafnan við að nema betur eða meira, skilja meira, breyta ráði sínu eða breyta til eftir því, er þeir sjá og skoða á hverri nýrri sjónar- hæð. Menntun er fólgin í þeirri hinni rétt-gáðu dæmigreind, sem í athöfn og stefnu greinir aðalatriði frá aukaatriði, ósvikinn málm lífsverðmæta frá sviknum, hégóma og hismi frá líffrjóum raunveruleik og alvarleik. Menntun er fólgin í eðlisleikni í því að meta, skynja, hvað er staðreynd og hvað er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.