Andvari - 01.01.1992, Síða 39
andvari
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
37
9. Stormar og stríð
Þótt skólastjórnarár Sigurðar Guðmundssonar væru nokkurn veginn
samfellt gróskuskeið skólans á Akureyri, voru þau engan veginn
stöðug sigling á sléttum sjó. Stundum gat hvesst svo að um munaði.
Hæst gengu öldurnar árið 1930 og þá í sambandi við þátttöku nem-
enda í stjórnmálum.
A þessum árum voru það einkum tvær stjórnmálastefnur er höfð-
uðu til ungs fólks. Annars vegar var verkamannaríkið í austri, eins
og það var oft kallað þá. Um það var ekki mikið vitað, en það var
byggt á kenningum Karls Marx um hagfræði og sögulega framvindu.
Þær kenningar kynntu margir sér ákaft, þær boðuðu stéttabaráttu og
hrun auðvaldsskipulagsins sem bæri feigð sína í sér. Annað þúsund
ára ríki var yngra og miklu nær: Þýskaland, þar sem þjóðernisjafnað-
armenn, eins og þeir voru þá kallaðir, voru sem óðast að ryðja sér
braut til valda og höfðu komið af stað mikilli þjóðarvakningu, ef
trúa mátti fréttum þaðan.
Á íslandi bjó almenningur enn við mikla fátækt og ýmiss konar
misrétti blasti við augum. Því var ekki að undra þótt ungir hugsjóna-
menn hrifust af tilraunum til að breyta þjóðfélaginu.
Um þessar mundir var nokkur ólga í íslenskum stjórnmálum, ekki
síst í röðum jafnaðarmanna, enda skammt til klofnings í Alþýðu-
flokknum. Þá var einn nemandi í öðrum bekk skólans, Eggert Þor-
bjarnarson frá Bolungarvík, formaður í Félagi ungra jafnaðarmanna
á Akureyri. Eggert var í róttækari armi flokksins. Hann ritaði grein í
blað sem félagið gaf út fyrsta maí 1930. í þeirri grein var meðal ann-
ars þetta, sem gefur hugmynd um blæinn á stjórnmálaumræðu þess-
ara tíma:
Öll viðleitni borgarastéttarinnar beinist að því að dylja stéttamun þjóðfélags-
ins. Sérstaklega er þetta gegnumgangandi í hinum borgaralegu skólum. Þar
er látið líta svo út sem þeir séu fyrir utan og ofan alla pólitík, alla stéttabar-
áttu. Þó er þar ekkert kennt nema það sé í samræmi við skoðanir og hags-
muni borgarastéttarinnar. Og í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, einum af
frjálslyndari skólum landsins, er ungum jafnaðarmönnum bannað að festa
upp fundaauglýsingar. . . Öreigaæskulýðurinn er þegar orðinn til. Það sýna
samtök hans. Þjóðin er skipt í tvær andstæðar sveitir er berast á banaspjót-
um.27