Andvari - 01.01.1992, Page 41
ANDVARI
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
39
honum fáir á sporði, eftirlætisnemandi Sigurðar Guðmundssonar.
Haustið 1930 birtist svo löng grein eftir Asgeir í tímaritinu Rétti. Þar
boðaði hann pólitíska byltingu, en einnig uppreist nemenda í skólum
gegn valdi skólastjórnar og kennara:
Baráttuformin verða mismunandi. En óhjákvæmilega hljóta þau að skapa
andstöðu og uppreist í fræðslu- og uppeldisstofnunum borgaranna alls staðar
þar, sem öreiga-æska er samansöfnuð. 31
Sigurður kallaði nú Ásgeir fyrir sig að viðstöddum fulltrúum kennara
og nemenda og setti honurn tvo kosti.
Hinn fyrri var að Ásgeir lýsti því yfir að hann hefði skrifað grein-
ina áður en honum voru kunn fyrirmæli kennslumálaráðuneytis um
afskipti nemenda af stjórnmálum og hann myndi eigi hafa skrifað
hana ella. Væri þá réttur hans til skóla- og heimavistar að öllu
óskertur og formennsku í Félagi ungra jafnaðarmanna mætti hann
gegna eftir sem áður, svo fremi það starfaði ekki að opinberri út-
breiðslu í ræðu eða riti.
Hinn síðari var að segja sig úr skóla. Mætti hann þá taka stúdents-
próf utanskóla og heimilt væri honum borðhald í heimavist eftir sem
áður. - Ásgeir neitaði þessum kostum báðum og samþykkti kenn-
arafundur þá einróma að vísa honum úr skóla.
Þessi ákvörðun vakti heiftarleg viðbrögð og miklar blaðadeilur.
Verkamaðurinn sakaði Sigurð um andlega kúgun. Hin Akureyrar-
blöðin, Dagur og íslendingur, studdu málstað skólastjórnar. Verka-
lýðsfélög mótmæltu brottrekstrinum og víða um land var málið rætt
af miklum hita. í skólanum sjálfum var nokkur ólga, en ekki kom til
alvarlegra átaka og málið hjaðnaði smám saman án frekari viðburða.
Ásgeir Blöndal Magnússon gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum í
grein í Verkamanninum nokkru síðar. Hann ræðir málið af nokkrum
hita, en röklega og segir meðal annars:
Þessi nýja reglugerð brýtur algerlega í bága við stjórnarskrá Islands, þar sem
hverjum íslenskum þegn er heimilað fullt ritfrelsi og leyft að stofna félög í
sérhverjum löglegum tilgangi. Hún er því nokkurs konar lögbrotslög.32
Naumast er hægt að efast um að Sigurður lýsi viðhorfi sínu rétt er
hann ritar í varnargrein í Degi:
Sjónarmið mitt í máli þessu er uppeldilegt, siðferðilegt, menningarlegt.