Andvari - 01.01.1992, Síða 42
40
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
í
skólalegt. Heilbrigður andi, nauðsynlegur agi og lestrarnæði fara forgörðum
ef skóli fyllist pólitískum æsingi og stjórnmálastríði meðal nemenda. 33
Hins vegar bera þessi viöbrögð skólameistara og kennara vott um
nokkurn taugaóstyrk og skammsýni. Ungt fólk hefur næma réttlætis-
kennd og mörgum þóttu þessar brottvikningar óréttlátar. Er senni-
legt að sá æsingur og þær deilur sem þær ollu hafi orðið meiri en sú
óró og truflun í skólanum sem þær áttu að koma í veg fyrir. í
Reykjavíkurskóla bar einnig talsvert á pólitískum átökum og æs-
ingum nokkru síðar. Þar leiddu yfirvöld skólans þau hjá sér. Þessar
deilur höfðu slæm áhrif á skólalífið í bili. en þær dvínuðu aftur án
mikilla atburða. Og ýmsir þeirra er fremstir stóðu í átökunum komu
hvergi nálægt stjórnmálum síðar á ævinni. virðast hafa fengið nóg af
þeim í skóla.
Enginn vafi er á því að Sigurður tók nærri sér að missa tvo ágæta
nemendur úr skólanum á þennan hátt. Og ugglaust hefur honum
hlýnað um hjartarætur þegar Ásgeir kom aftur til skólans og lauk
þar stúdentsprófi tólf árum síðar. En fyrir Eggert Þorbjarnarson
urðu þetta námslok.
Næsta vetur flutti Sigurður ræðu á Sal, er hann nefndi „Æskulýður
og stjórnmál“. Sjálfur var Sigurður enginn flokksmaður, þótt hann
væri frekar talinn vinstra megin í þeim efnum en hitt. I þessari ræðu
brýnir hann fyrir nemendum að skoða vel hug sinn áður en gengið sé
til fylgis við stjórnmálaflokk. I menntaskólum og lægri skólum eigi
nemendur aðeins að búa sig undir afskipti af stjórnmálum, gelgju-
skeið og umrótsaldur séu óheppilegasti tíminn til að hefja stjórn-
málaframgöngu. Skólar eigi að örva nemendur til umhugsunar um
stjórnmál og félagsleg efni, ekki sé hætta á að áhugi á þeim minnki
við vaxandi skilning og þekking. Nemendur framhaldsskólanna eigi
að verða aðalsmenn þjóðar sinnar, ekki að forréttindum, heldur að
frjálsleik og óhlutdrægni í hugsun, virðuleik í framkomu, alvörugefni
og einbeitni í senn. Undir lokin segir Sigurður:
Góös manns lífsskoðun er sú „lífsbók“, sem einna seinlegast er að semja.
Enginn fær nokkru sinni lokið slíkri bók. Óráðlegt er að birta úr henni einn
ábyrgðarmesta þáttinn, kaflann um mannfélagsskipun vora, fyrr en höfund-
ur hennar er fullþroskaður. Góður menntamaður hrapar ekki að því á náms-
árunum að vígjast tilteknum stjórnniálaflokki, enda rekur hann þá engin
nauður í þvílíkt hjónaband.34