Andvari - 01.01.1992, Page 48
46
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
verði að leggja nokkuð á sig til þess að komast að efni þess og hugs-
unum?“41 Hann leitar uppi sjaldgæf og óvænt orð og beitir þeim á
óvenjulegan hátt til þess að vekja athygli lesandans: „Ef til vill meið-
ir orðið ævibréf einhvern yðar. Sumurn yðar finnst það ef til vill sér-
viskulegt og tilgerðarlegt. En vera má að það festist yður í minni.“ 42
Sigurður Guðmundsson mat fátt meira í skáldskap en snjöll og
hugvitsamleg myndhvörf, enda skapaði hann nýyrðið hálfmynd um
fjölþjóðaorðið metafor. Myndrænt orðalag er einmitt eitthvert sterk-
asta einkennið á stíl hans. Það kemur ákaflega víða fyrir, honum
virðist afar auðvelt að skapa hálfmyndir, sækir þá efniviðinn í annað
umhverfi, er ætla má að lesandanum sé kunnuglegt. Oft eru þessi
myndhvörf snjöll og ljá stílnum höfðinglegan blæ, en ekki eru þau
alltaf til bóta. Hér skulu aðeins nefnd fáein dæmi um þetta stílbragð.
Úr grein um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: „. . . þótt ég fái, ef til
vill, illa háttvísi-byltu á því rœðusvelli, er ég hefi hætt mér á . . .“
„. . . lauma nokkru illkvittnieitri í það fagnaðarhorn. . .“ „Það er
sem frjó gróðrarvötn hafi hnigið af ókunnum himinfjöllum yfir hug-
lendur hins unga skálds. . .“ 43
í umsögn um Bjarna Thorarensen segir Sigurður hann „stíga bragar-
fótum fast og sterklega og þunglega til jarðar“ 44
Enn er rætt um Bjarna Thorarensen: „. . . tekur Ijóðabjörk hans að
laufgast og grænka á nýjan leik. . .“ 45
Úr grein um Jón Ófeigsson: „. . . hann (Jón Ófeigsson) greiðir
kappsamlega námsróðurinn. . .“ 46
„Þá er sumum nemöndum mínum berst á í sigi þeirra í fræðabjörg-
Um vandvirkni Sigurðar og alúð við ritstörf getur sá sem þetta
skrifar borið vitni. Snemma árs 1938 andaðist Jón Ófeigsson yfir-
kennari. Hann hafði verið skólabróðir Sigurðar er mat hann mikils.
Útfarardaginn var hringt á Sal í Menntaskólanum á Akureyri og þar
flutti Sigurður minningarræðu um Jón. Mér þótti ræðan ágæt, var
raunar svo hrifinn af henni að eg bauð skólameistara að vélrita
handritið. Hann tók því með þökkum. Nokkur bið varð þó á því að