Andvari - 01.01.1992, Side 49
ANDVARI
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
47
eg fengi handritið, en þegar eg fekk það í hendur skildi eg hvernig á
biðinni stóð: Handritið var allt morandi í breytingum, sumum setn-
ingum var velt við, öðrum margbreytt. Var býsna erfitt að komast
fram úr textanum á köflum sakir breytinganna er sumstaðar komu
hver ofan í aðra.
Bjarni Vilhjálmsson, er var einn af eftirlætisnemendum Sigurðar
Guðmundssonar og þekkti hann mjög vel, ritaði ítarlega og ágæta
grein um nýyrðasmíð Sigurðar. Sú grein birtist fyrst í bókinni Á
góðu dœgri. Afmœliskveðja til Sigurðar Nordals 14. sept. 1951 frá
yngstu nemendum hans (bls. 11-43), en var endurprentuð í afmælis-
riti Bjarna sjálfs: Orð eins ogforðum, 12. júní 1985. í þessari grein er
einnig rætt nokkuð um stíl Sigurðar og er þeim lesendum er frekar
vilja fræðast um þessa hluti vísað til þeirrar greinar. Hér verður því
farið hratt yfir sögu.
Örlög nýyrða geta á stundum verið ærið duttlungafull, ekki síður
en örlög manna. Sum virðast borin í sigurkufli, þau vinna sér fót-
festu áreynslulítið, en önnur, oft engu síðri, ná hvorki eyrum manna
né augum.
Sigurður Guðmundsson er í hópi fremstu nýyrðasmiða okkar á
þessari öld. Flest nýyrða hans eru á sviði sálarfræði og heimspeki.
Hér verður látið nægja að nefna fáein dæmi um þau nýyrði hans er
hafa aflað sér öruggrar fótfestu í málinu, svo að menn þekkja þau og
nota án þess að velta því fyrir sér hvaðan þau séu komin: andhverfa,
andúð (Sigurður taldi sig hafa búið þetta orð til, en Bjarni Vilhjálms-
son bendir á að það er í Orðabók Sigfúsar Blöndals, og kann því að
vera eldra), dœmigerður (typisk), geðflœkja (kompleks), hjartariti
(kardiograf), kynólguskeið (pubertet), meinvarp (metastase), rót-
tcekur (radikal), siðblindur (amoralsk), sjálfhverfur (egocentrisk),
skaphöfn (karakter).
Einnig má nefna nokkur dæmi um nýyrði Sigurðar er ekki hafa
náð verulegri fótfestu, þótt sum þeirra að minnsta kosti séu snjöll og
vel frambærileg: andlyndi, brautskrá (fleiri nota enn orðið að út-
skrifa, en brautskráningin þykir mér svipmeiri og fallegri), einsleikur
(uniformity), fjarmœli (paradox), hálfmynd (metafor), hjástund
(hobby), hugtœkur (interessant), hvatfœrinn (impulsiv), íscei (intui-
tion), kjarnstaka (epigram), liðað mál og óliðað (bundið og óbund-
ið), sjálfhafinn (selfmade), stöðunautur (kollega).