Andvari - 01.01.1992, Page 51
ANDVARl
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
49
inga sem lögðu leið sína út í lífið um skóla hans. Hann sagði ein-
hvern tíma við mig að sér fyndist hann ekki þekkja mann fyrr en
hann vissi einhver deili á ætterni hans. Hann var orðinn svo kunnug-
ur fjölmörgum íslenskum ætturn, að þær urðu honum eins konar
hnitakerfi, og honum fannst hann þá fyrst þekkja mann, þegar hann
var búinn að koma honum á sinn stað í þessu hnitakerfi. Vera má að
þessi trú hans á kynfylgju hafi stundum villt honum sýn á nýja nem-
endur, en yfirleitt virtist mér hann býsna glöggur mannþekkjandi.
Sagt hefur verið að Sigurður skólameistari hafi oft klökknað er
hann kvaddi nemendur sem höfðu lokið námi við skóla hans. Hann
var mikill tilfinningamaður og honum þótti innilega vænt um nem-
endur, að minnsta kosti þá sem honum þótti vera mannsefni. Og því
fór fjarri að þeir væru horfnir úr huga hans þótt þeir væru horfnir úr
skólanum. Hann var forvitinn um hæfileika þeirra og gengi í lífinu,
eggjaði þá til átaka, gladdist með þeim yfir unnum sigrum, tók nærri
sér mistök þeirra og ósigra, fylgdi þeim í huganum og skrifaðist á við
marga þeirra árum saman eftir að þeir hurfu úr skóla. Sennilega er
hann einstakur að því hve góðu sambandi hann hélt við marga fyrri
nemendur sína og hve drjúgur hann var við bréfaskriftir. I vörslum
Ólafs læknis sonar hans er tuttugu og ein stór mappa troðfull af bréf-
um til Sigurðar, en hans eigin bréf eru tvístruð og sennilega flest
glötuð, því að þau voru öll handskrifuð og engin afrit tekin.
Sigurður Guðmundsson hafði óvenju sterk áhrif á þá sem kynntust
honum persónulega. Hann gat leiftrað af andríki og gáska, en gat
líka á stundum verið óþægilega berorður, jafnvel svo að hneykslun
olli. í samræðum gaf hann sér lausan tauminn, en síður í rituðu máli.
Um það segir Bjarni Vilhjálmsson:
Stíll Sigurðar Guðmundssonar á sér djúpar rætur í skaplyndi hans þó að allir
þættir þess komi þar ekki jafnvel fram. Best nýtur sín í ritum hans sú íhygli
og hlutlægni, er hann lagði svo mikla rækt við. En þeir, sem þekktu hann,
hljóta t.d. að sakna hinna snöggu viðbragða, þess hressileiks og frjálsmann-
leiks er einkenndu hann í samræðum og dagfari.49
Bjarni nefnir hér hin snöggu viðbrögð sem einkenni á Sigurði. Pessi
viðbrögð gátu orðið ískyggilega snögg og mikil. Sigurður var geðrík-
ur kappsmaður og mikill málafylgjumaður, en jafnframt svo ofurvið-
kvæmur að smá atvik gátu komið honum í uppnám. Slíkum manni er
lífsnauðsyn að eiga góðan bakhjarl. Óhætt er að fullyrða, að Sig-