Andvari - 01.01.1992, Page 52
50
GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON
ANDVARI
urður hefði aldrei orðið það sem hann varð, hefði hann ekki notið
frú Halldóru. Hún var gædd miklu jafnlyndi og rósemi sem kom sér
áreiðanlega oft vel. Hún stóð við hlið bónda síns í hverjum vanda
sem að höndum bar, jók honum kjark þegar á þurfti að halda, en var
einnig mannasættir og niiðlaði málum þegar þess þurfti með. Hún
bjó Sigurði heimili sem gott var að hverfa til frá önn og amstri dag-
anna. Hún átti einnig sinn hlut í að gera skólann að öðru heimili
þeirra er þar dvöldust, enda fundu nemendur að þar áttu þeir griða-
stað sem þeim þótti vænt um. Framkoma Halldóru og persónuleiki
voru á þann veg að allir hlutu að bera virðingu fyrir henni. Ahrif
hennar á vöxt og viðgang skólans verða seint metin að verðleikum.
Heimili þeirra skólameistarahjóna var rómað fyrir rausn og menn-
ingarbrag. Munu fá heimili á íslandi hafa haldið uppi jafnmikilli
risnu á þeirri tíð. Halldóra átti sinn ríka þátt í því frjálslega og menn-
ingarlega andrúmslofti er þá lék um salarkynni þeirra hjóna og gaf
bónda sínum ekki alltaf eftir, þegar hann var í essinu sínu, fjörugur
og hugmyndaríkur, og orð kviknaði af orði, hugmynd af hugmynd.
En jafnhliða höfðingslund og myndarskap var Halldóru einnig gefin
hagsýni og fyrirhyggja, enda hefðu föng heimilisins ella hrokkið
skammt til þeirrar rausnar er einkenndi það jafnan, því að aldrei var
af auði að taka.
14. Persónuleg kynni
Eg kynntist Sigurði Guðmundssyni árið 1936, er eg réðst til skólans
sem stundakennari 23 ára gamall. Sigurður hafði þá verið skóla-
meistari 15 ár. Eg þekkti ekki aðra menntaskóla en Menntaskólann í
Reykjavík þar sem eg hafði verið nemandi sex vetur og lokið stúd-
entsprófi. Eg hafði kynnst nokkrum norðanstúdentum og heyrt mik-
ið af Sigurði látið, ekki síst ræðum hans á Sal. Eg gleymi því seint
hve alúðlega skólameistarahjónin tóku mér og hve vel Sigurður
fylgdist með mér fyrstu sporin sem kennari. En fyrst í stað var ekki
laust við að eg yrði fyrir vonbrigðum með hann sem ræðumann. Mér
fannst hann ekki jafn áheyrilegur og Pálmi rektor Hannesson sem
var glæsimenni og flutti mál sitt frábærlega vel. En Sigurður vann á.
Þótt mér þætti hann margmáll og langorður sakir margvíslegra útúr-