Andvari - 01.01.1992, Page 55
ANDVARI
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
53
nemandi í skólanum, skólaumsjónarmaður og síðar vinur þeirra
skólameistarahjóna ævilangt, þekkti Sigurð því mjög náið. Henni
lýkur á orðum annars manns, er einnig þekkti Sigurð flestum betur,
Þórarins Björnssonar skólameistara, sem tók við skólanum þegar
Sigurður lét af störfum:
Sigurði Guðmundssyni var einkennilega farið um margt. Hann var bardaga-
maður og harður í raun, en jafnframt barnslega viðkvæmur. Hann var allur í
því sem tók hug hans hverja stund, en jafnframt var honum rík þörf tilbreyt-
ingar. Slíkt er listamanns skapferli. Hann hafði djúpa nautn af kyrrð og ein-
veru, en á engum vissi ég sannast betur en honum, að „maður er manns
gaman“, og var þó ekki sama, hver maðurinn var. Allur leikaraskapur var
honum mjög fjarri, og hann gat aldrei dulið hug sinn. Avallt fannst á, hvort
honum líkaði betur eða verr. Hann var bersögull, svo að hneykslum gat
valdið, en allir hlutu að virða hreinskilni hans. Sigurður skólameistari var
ekki sléttur né felldur og hirti ekki um að vera það. Annmarka hafði hann,
en það var um þá, fannst mér oft, eins og um braglýtin hjá Grími Thomsen,
að þeir juku aðeins kynngimátt persónunnar og snerust að síðustu í kosti,
urðu að styrkleika en ekki veikleika.50