Andvari - 01.01.1992, Síða 61
GUNNAR STEFÁNSSON
I ljósi skáldskapar
Hugleiðing á nírœðisafmœli Halldórs Laxness
Á árinu 1992 hefur verið minnst með ýmsu móti níræðisafmælis Halldórs
Laxness. Það á við að Andvari leggi þar nokkuð til. Halldór sat í stjórn
Hins íslenska þjóðvinafélags í rúma tvo áratugi, 1944-67. Fáum árum áður
en hann tók þar fyrst sæti hafði Jónas Jónsson beitt sér fyrir sameiningu
Menningarsjóðs og Pjóðvinafélagsins og urðu í því sambandi hatrammar
deilur milli lians og forustumanna Máls og menningar, en Halldór var einn
þeirra. Pessa sögu rekur Gils Guðmundsson að nokkru í greininni „Jónas
Jónsson og Menningarsjóður“ í Andvara 1985. - í samskiptum Halldórs og
Jónasar gekk raunar á ýmsu. Áratug fyrr en þetta gerðist hafði Bókadeild
Menningarsjóðs, að tilhlutan Jónasar, gefið út frumútgáfu Sölku Völku, Þú
vínviður hreini og Fuglinn í fjörunni, 1931-32. - Enn er þess að geta um
skipti skáldsins og þessara aðila að á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins komu út tvö sýnisrit úr verkum Halldórs: Smásögur
sem Pálmi Hannesson valdi, 1956 og Af skáldum, greinar og ritgerðir í
samantekt Hannesar Péturssonar, 1972.
Um stöðu og áhrif Halldórs Laxness í íslensku bókmennta- og menning-
arlífi hefur margt verið sagt og er þó mun fleira ósagt. Pað er ekki fyrr en á
seinasta hálfum öðrum áratug eða svo sem íslenskir fræðimenn hafa snúið
sér að því svo heitið geti að kanna þetta mikla viðfangsefni. Áður höfðu
útlendir menn verið miklu drýgri, fremst Peter Hallberg sem lagði grund-
völl að allri sögulegri athugun á ferli Halldórs með bókum sínum, Vefarinn
mikli og Hús skáldsins, svo og mörgum styttri ritgerðum. Á verki Hall-
bergs byggist til að mynda ítarlegt og athyglisvert rit Eriks Sönderholms,
Halldór Laxness. En monografi (1981).
Um þetta rit hefur furðu lítið verið fjallað á íslandi, en þar er hug-
myndaþróun Halldórs Iýst vel. Glögglega er rakið að þrátt fyrir margum-
rædd „sinnaskipti“ Halldórs er órofið lífrænt samhengi og heildarsýn í öll-
um verkum hans, allt frá æskuverkinu Barn náttúrunnar. Er það megin-
markmið ritsins að gera grein fyrir því. Að vísu leiðir þessi skoðunarháttur
til þess að Sönderholm gerir minna úr sósíalískum viðhorfum Halldórs á