Andvari - 01.01.1992, Síða 63
ANDVARI
í LJÓSI SKÁLDSKAPAR
61
um Halldórs Laxness fyrr og síðar. í þeim efnum er helst við ritdóma og
önnur blaðaskrif að styðjast. Slík athugun segir margt um menningarástand
í landinu liðlega helft aldarinnar. Ekki verður sagt að samtíðarmenn hafi,
með fáum undantekningum, áttað sig á því að nokkru marki að hér var á
ferð höfundur af allt öðru stigi hæfni og kunnáttu en aðrir íslenskir höf-
undar. Fyrstur varð Kristján Albertsson til að koma auga á það með rit-
dómnum um Vefarann sem nefndur var. Ólundin í garð Halldórs meðan
hann rétti löndum sínum hvert snilldarverkið af öðru er með ólíkindum.
Hér vaknar sú spurning hvort Norðurlönd séu yfirleitt of smá fyrir stór-
menni í bókmenntum (og á öðrum sviðum). Ibsen og Strindberg máttu búa
við sífellt nart landa sinna og þaðan af verra á sínu glæstasta skeiði, var
raunar ekki vært í heimalöndum sínum langtímum saman, - og ekki heldur
Brandes í Danmörku. Kannski er hér á ferð vanmetakennd manna í smáu
og þröngu samfélagi sem þola ekki að neinn skari fram úr. „Janteloven“ er
alþekkt hugtak í norrænni menningarsögu, runnið frá dansk-norska höf-
undinum Aksel Sandemose. Þetta er andleg jafnaðarstefna, meðal-
mennskuhyggja, sem boðar að hver sem telji sig og/eða sé öðrum fremri að
andlegu atgervi skuli barinn niður. Á þessu hafa allir afburðamenn á Norð-
urlöndum fengið að kenna.
Eitt verður sífellt að hafa í huga varðandi Halldór Laxness: hann var
fyrsti atvinnurithöfundur á íslensku. Fyrri menn höfðu stundað ritstörf í
hjáverkum frá blaðamennsku, búskap, prentiðn, prestsskap eða öðru
slíku. Gunnar Gunnarsson starfaði í Danmörku sín bestu ár. Islendingar
vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar allt í einu kom fram kornungur
maður sem skrifaði af fítonskrafti eins og sá sem valdið hafði og setti sér
það mark að halda til jafns við helstu erlenda skáldjöfra sem honum voru
samtíða. Gat þetta verið nokkuð annað en mannalæti? - Svo var hitt
hvernig hann skrifaði. íslendingar áttu fornsögur sem þeir trúðu eins og
nýju neti og gátu eiginlega aldrei litið á sögur öðru vísi en sem „sannar“
frásagnir. Það er áberandi að umræður um verk Halldórs framan af snúast
mikið um það hvort þau gefi „raunsanna“ mynd af íslensku þjóðlífi og
hvort persónur hans séu „sennilegar“ eða ekki. En skáld er ekki ljósmynd-
ari eða annálaritari, það er goðsagnasmiður. Þetta skildu auðvitað þeir ein-
ir sem nokkra þekkingu höfðu á bókmenntum og störfum rithöfunda. Og
þeir voru fáir á íslandi fram eftir öldinni.
Sigurður Nordal víkur skemmtilega að þessu í grein sinni, „Tvær miklar
skáldsögur“ í Lesbók Morgunblaðsins 1940: „Halldór hefur alltaf verið og
mun alltaf verða rómantískt skáld. Hvernig sem hann athugar veruleikann
og þótt hann væri allur af vilja gerður að ljósmynda hann (sem ég veit
reyndar ekkert um), þá ræður hann ekki við það eðli sitt, að allt stækkar
og ummyndast, tekur á sig nýja liti og líki í huga hans. Það verður að ævin-