Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 67

Andvari - 01.01.1992, Page 67
ANDVARI í LJÓSI SKÁLDSKAPAR 65 kennisetningu komst hann í Sjálfstæðu fólki. Frá „leiðsögninni“ hverfur skáldið þegar í Heimsljósi, ekki gat andhetjan Ólafur Kárason vísað nein- um veginn. Og hvaða leiðsögn er að finna í hinum stófellda harmleik ís- landsklukkunnar? Eða hjá Uglu Atómstöðvarinnar sem hverfur aftur til al- lífisbrekku þess gamla íslands sem er að líða undir lok andspænis nýjum heimi þar sem öll veröldin er ein atómstöð? Samt olli meðferð Halldórs á Keflavíkursamningnum því að ýmsir umhverfðust frammi fyrir sögunni, svo sem Kristján Albertsson. Hann skrifaði raunar sína síðustu grein, lið- lega níræður, um þau undur að menn skyldu hafa Atómstöðina í hávegum, sjá formála að ritgerðasafni Kristjáns, Menn og málavextir, 1988. Það er orðinn vani að setja hugmyndaleg skil í skáldskap Halldórs milli Gerplu og Brekkukotsannáls þar sem margnefndur taóismi skipast í fyrir- rúm. Vitaskuld eru slík skil einföldun, bókmenntafræðingum til hægri verka. En í fráhvarfi frá ídeólógíunni, frelsun undan henni, sem Sönder- holm kallar svo, er kannski fólgin djúptækasta breytingin í þeirri lífrænu heild sem skáldævi Halldórs Laxness er. í því Ijósi skoðað er Kristnihald undir Jökli róttækasta verk skáldsins. Það er ekki að ófyrirsynju að áhugi beinist að því á seinni árum, þegar menn sjá glöggvar meginlínur í ferli skáldsins. Á undan Vefaranum fóru byrjunarverk og að loknu Kristnihaldi kom eftirspil. En við getum séð þessar tvær sögur sem meginvörður á leið skáldsins, upphafs- og lokapunkt. Hvor um sig er uppgjör í lífsskoðunum, í eiginlegri merkingu. Það er gaman að geta í þessum árgangi Andvara minnst níræðisafmælis Halldórs með greinum um þær báðar. Á milli þeirra liggur rúmlega fjörutíu ára höfundarskeið sem færði okkur íslendingum þær einu bókmenntir seinni alda sem við getum teflt fram á heimsþingi skáldanna af fullum myndugleik. Lykilinn að síðasta skeiði Halldórs Laxness, þar sem hann hefur endanlega komist að sömu niðurstöðu og Goethe, að grá sé öll teóría, er líklega að finna í Sjöstafakverinu. Sögurnar í bókinni eru merkileg skilríki sem ef til vill hefur ekki verið nægur gaumur gefinn af því að smásögum er sem kunnugt er hætt við að lenda ómaklega í skugga skáldsagna. Af sögum bókarinnar hafa menn staldrað mest við Jón í Brauðhúsum, helst fyrir þá sök að menn sjá hana sem tilfyndið „svar“ við ádeilu Þórbergs á Halldór fyrir orð hans í Skáldatíma um Erlend í Unuhúsi. En sú saga, og aðrar í bókinni, skýrast kannski hin síðasta, Fugl á garðstaurnum, birta í listrænu formi uppgjör skáldsins við ídeólógíu á efri árum. í síðustu sögunni segir hinn gamli Harðhnútur á banabeði við prest sinn: „Þegar ég var úngur lá ég í bókum. Ég hef trúað sjö kenníngum. Staðreyndirnar drápu þær allar í sömu röð og ég aðhyltist þær. Nú kemur þú með þá áttundu. Staðreyndir afsanna allar kenníngar. Mikil ósköp leiðist mér tal í fólki. Og ég hef ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.