Andvari - 01.01.1992, Page 73
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR
„Alt er lygi nema ástin“
Þrœðir raktir úr Vefaranum mikla
frá Kasmír eftir „feministann“ Halldór Laxness
Túlkandinn
Diljá er fyrsta persónan sem stígur inn á leiksviðið í Vefaranum mikla frá
Kasmír eftir Halldór Laxness. „Hún teygir úr hálsinum einsog fjallarjúpa,
Ieggur eyrað að vestrinu og hlustar, saklaus og björt einsog persóna úr goð-
sögn, sem hefði alið aldur sinn með þelhvítum skógardilkum.“ (Bls. 9) í
bókarlok er lesandinn með Diljá, sem reikar í myrkrinu um stræti hinnar
heilögu Rómaborgar, lémagna einsog drukkin skækja. Diljá kvelst undan
ást sinni á Steini Elliða, hún er yfirgefin og fangi tilfinninga sinna. Kvenles-
endur líða strax saman við Diljá, skynja kvöl hennar vegna brottfarar
Steins Elliða. Diljá finnur til vegna þess að Steinn Elliði hafnar henni.
Hann hafnar henni með því að yfirgefa hana, skilja hana eftir á íslandi í
stað þess að vera hjá henni, stúlkunni sem elskar hann. Höfnun er ein sár-
asta tilfinning, sem mannskepnan tekst á við og þess vegna verður sam-
sömun sem byggist á höfnun mjög sterk. Allir þekkja af eigin raun óttann
við að verða hafnað og fáum tekst að ná öryggi gagnvart höfnuninni. Rétt
er að minna á að flestir lesendur samsamast persónu af eigin kyni sterkar
en persónu af öðru kyni við lestur skáldverka og strax tekst kvenlesendum
að samsamast Diljá í sársaukanum vegna brottfarar Steins Elliða. En það
er Steinn Elliði, sem kallar á athygli karllesenda. Þetta sést vel ef litið er á
túlkun nokkurra bókmenntafræðinga sem tekist hafa á við Vefarann mikla
frá Kasmír. Þar kemur í ljós að karllesendur túlka verkið án þess að veita
kvenpersónum verksins sérstaka athygli. Hvers vegna sýna karlar konum
verksins ekki meiri skilning en raun ber vitni? Eru þeir ef til vill haldnir
dulinni kvenfyrirlitningu? Virginia Woolf lýsir viðhorfi karlprófessors til
kvenstúdénta sinna þannig fyrir um 60 árum: „Herra Browning lýsti því
ósjaldan yfir, að „við það að fara yfir prófúrlausnir fengi hann á tilfinn-
inguna, án þess þó, að hann léti það hafa áhrif á einkunnagjöfina, að