Andvari - 01.01.1992, Page 74
72
GUÐBJÖRG PÓRISDÓTTIR
ANDVARI
gáfnafarslega væri besta konan vanmáttugri en versti karlmaðurinn“.“ (1,
bls. 77) Er viðhorf prófessors Brownings ríkjandi viðhorf karla til kvenna?
Bókmenntafræðingar hafa síðustu ár sýnt Vefaranum mikla frá Kasmír
nokkurn áhuga. Fimm íslenskir bókmenntafræðingar hafa birt umfjöllun
um Vefarann mikla frá Kasmír eftir 1980. Bókmenntafræðingarnir eru allir
innan við fertugt þegar þeir birta umfjöllun sína og hafa því alist upp við
kvenfrelsisumræðu undanfarinna áratuga. Fjórir þeirra eru karlmenn og
ein kona á grein á þessu tímabili. Árni Sigurjónsson skrifar um verk Hall-
dórs Laxness og þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír í bókum sínum
Laxness og þjóðlífið 1-2. (2) Halldór Guðmundsson skrifar um Vefarann
mikla frá Kasmír í bók sinni, „Loksins, loksins“ Vefarínn mikli og upphaf
íslenskra nútímabókmennta. (3) Ástráður Eysteinsson skrifar um Vefarann
mikla frá Kasmír grein sem hann nefnir, „Fyrsta nútímaskáldsagan og mó-
dernisminn“. Grein Ástráðs birtist í Skírni, haustið 1988. (4) Matthías Við-
ar Sæmundsson hélt fyrirlestur á Laxnessþingi sem haldið var í Reykjavík
4. júlí 1987. Fyrirlestur hans birtist í Tímariti Máls og menningar 1:90 og
ber yfirskriftina: ,,„Á aðra hlið öskraði dauðinn; brjálæðið hló á hina.“ Um
menningarbyltingu og nútímavefara“.(5) Margrét Eggertsdóttir er eina
konan í hópnum. Hún skrifaði B.A. ritgerð árið 1984 sem hún nefnir:
„„Taktu af þér grímuna, Steinn.“ Um Vefarann mikla frá Kasmír eftir
Halldór Laxness.“(6) Ritgerðin birtist lítið stytt í Mími 1. tbl. 1984. Mar-
grét er því sú fyrsta af þessum fimm bókmenntafræðingum til að birta um-
fjöllun sína um Vefarann mikla frá Kasmír. Hún er jafnframt eina konan í
hópnum en það vekur athygli að enginn þeirra fjögurra sem á eftir koma
hafa grein Margrétar á ritaskrá sinni.
í inngangi gerir Margrét stutta grein fyrir rannsóknasögu Vefarans. Pet-
er Hallberg og Erik Sönderholm fá mesta umfjöllun hjá Margréti og hún
gagnrýnir túlkun þeirra:
Hallberg hefur tengt saman ævi skáldsins og verk hans. Sönderholm fjallar mest um
hugmyndir Steins Elliða. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa einblínt á persónu Steins
Elliða og lífsviðhorf hans við túlkun sögunnar. Þegar þeir ræða t.d. unt viðhorf til
kvenna í sögunni eru þeir fyrst og fremst að tala um viðhorf Steins Elliða.
1 þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um Vefanmn miklafrá Kasmír á nokkuð annan
hátt. I fyrsta lagi að athuga frásagnaraðferð til að kanna samband sögumanns og að-
alpersónunnar, Steins Elliða. í öllurn sögum er einhver sem segir frá og má kalla
hann söguhöfund eða sögumann (í merkingunni „narrator"). Hann fer oft huldu
höfði og villir á sér heimildir, en hefur mjög mótandi áhrif á lesandann. Það er mis-
jafnlega auðvelt að finna nálægð sögumanns í hverju verki, en í Vefaranum er hann
ekki vandfundinn, ef lesandi hefur augun hjá sér. Mikilvægt er að ákveða ekki fyrir-
fram að sögumaður sé Steinn Elliði eða á hans bandi. Annað gæti nefnilega komið í
ljós. Náskylt þessu atriði er að skoða persónulýsingu. Annars vegar verður í ritgerð-
inni fjallað um persónulýsingu Steins Elliða og hins vegar um persónulýsingu Diljár,