Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 74

Andvari - 01.01.1992, Page 74
72 GUÐBJÖRG PÓRISDÓTTIR ANDVARI gáfnafarslega væri besta konan vanmáttugri en versti karlmaðurinn“.“ (1, bls. 77) Er viðhorf prófessors Brownings ríkjandi viðhorf karla til kvenna? Bókmenntafræðingar hafa síðustu ár sýnt Vefaranum mikla frá Kasmír nokkurn áhuga. Fimm íslenskir bókmenntafræðingar hafa birt umfjöllun um Vefarann mikla frá Kasmír eftir 1980. Bókmenntafræðingarnir eru allir innan við fertugt þegar þeir birta umfjöllun sína og hafa því alist upp við kvenfrelsisumræðu undanfarinna áratuga. Fjórir þeirra eru karlmenn og ein kona á grein á þessu tímabili. Árni Sigurjónsson skrifar um verk Hall- dórs Laxness og þar á meðal Vefarann mikla frá Kasmír í bókum sínum Laxness og þjóðlífið 1-2. (2) Halldór Guðmundsson skrifar um Vefarann mikla frá Kasmír í bók sinni, „Loksins, loksins“ Vefarínn mikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta. (3) Ástráður Eysteinsson skrifar um Vefarann mikla frá Kasmír grein sem hann nefnir, „Fyrsta nútímaskáldsagan og mó- dernisminn“. Grein Ástráðs birtist í Skírni, haustið 1988. (4) Matthías Við- ar Sæmundsson hélt fyrirlestur á Laxnessþingi sem haldið var í Reykjavík 4. júlí 1987. Fyrirlestur hans birtist í Tímariti Máls og menningar 1:90 og ber yfirskriftina: ,,„Á aðra hlið öskraði dauðinn; brjálæðið hló á hina.“ Um menningarbyltingu og nútímavefara“.(5) Margrét Eggertsdóttir er eina konan í hópnum. Hún skrifaði B.A. ritgerð árið 1984 sem hún nefnir: „„Taktu af þér grímuna, Steinn.“ Um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness.“(6) Ritgerðin birtist lítið stytt í Mími 1. tbl. 1984. Mar- grét er því sú fyrsta af þessum fimm bókmenntafræðingum til að birta um- fjöllun sína um Vefarann mikla frá Kasmír. Hún er jafnframt eina konan í hópnum en það vekur athygli að enginn þeirra fjögurra sem á eftir koma hafa grein Margrétar á ritaskrá sinni. í inngangi gerir Margrét stutta grein fyrir rannsóknasögu Vefarans. Pet- er Hallberg og Erik Sönderholm fá mesta umfjöllun hjá Margréti og hún gagnrýnir túlkun þeirra: Hallberg hefur tengt saman ævi skáldsins og verk hans. Sönderholm fjallar mest um hugmyndir Steins Elliða. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa einblínt á persónu Steins Elliða og lífsviðhorf hans við túlkun sögunnar. Þegar þeir ræða t.d. unt viðhorf til kvenna í sögunni eru þeir fyrst og fremst að tala um viðhorf Steins Elliða. 1 þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um Vefanmn miklafrá Kasmír á nokkuð annan hátt. I fyrsta lagi að athuga frásagnaraðferð til að kanna samband sögumanns og að- alpersónunnar, Steins Elliða. í öllurn sögum er einhver sem segir frá og má kalla hann söguhöfund eða sögumann (í merkingunni „narrator"). Hann fer oft huldu höfði og villir á sér heimildir, en hefur mjög mótandi áhrif á lesandann. Það er mis- jafnlega auðvelt að finna nálægð sögumanns í hverju verki, en í Vefaranum er hann ekki vandfundinn, ef lesandi hefur augun hjá sér. Mikilvægt er að ákveða ekki fyrir- fram að sögumaður sé Steinn Elliði eða á hans bandi. Annað gæti nefnilega komið í ljós. Náskylt þessu atriði er að skoða persónulýsingu. Annars vegar verður í ritgerð- inni fjallað um persónulýsingu Steins Elliða og hins vegar um persónulýsingu Diljár,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.