Andvari - 01.01.1992, Page 83
andvari
„ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN”
81
Uss, ég þekki þig,
hvað þú ert lítil,
lítil og skrýtin!
Því ég er safír,
frá Sahara í Aharabíu,
Saba í Abaríu
og veit alt:
abari frá Sabarí
Saraba í Arabíu
og veit altaltaltaltaltaltalt.
Alt. (Bls. 59)
Og þegar hann hafði farið með allt ljóðið skrifar Diljá:
Eg var lítil telpa, fákæn og frumstæð, og gat ekki annað en roðnað. Og þegar þú
varst farinn faldi ég bláu silkibókina mína þar sem einginn vissi, og leit á hendurnar á
mér og fór að gráta.
(Bls. 60)
Diljá fæst við skriftir eins og Steinn Elliði. Hún segir um löngun sína til
þess að skrifa: „Mann lángar svo að líkjast þeim sem maður trúir á.“ (Bls.
58) Diljá er auðmjúk og felur bláu silkibókina sína á meðan Steinn Elliði er
fullur af monti og veit allt.
Diljá hefur ekki hátt um skáldskap sinn en vert er að gefa bókmennta-
konunni Diljá meiri gaum. Diljá felur bláu silkibókina sína og ekki er und-
arlegt að skriftir hennar séu feluleikur. Karlmennirnir hafa ráðið á sviði
ritlistarinnar á meðan konur hafa ef til vill verið virkari við frásagnarlist-
ina. Konur voru lengi vel boðflennur á ritvellinum. Konur hafa hins vegar
gætt barna og notað sögur og Ijóð til þess að hafa af fyrir þeim í fásinninu.
Halldór Laxness segir frá sögukonum sem hann kynnist í bernsku í bók
sinni ítúninu heima. Halldóra Álfsdóttir sem áður er getið er önnur þeirra.
Hin er amma hans. Halldór hefur margsinnis lýst því hversu mikil áhrif
amma hans hafði á hann. Hún kynnir honum kveðskap og ýmiss konar
skáldskap. Hún talaði mikið við hann og kenndi honum tungumálið, sem
var gamalt og fjölskrúðugt því amma hans var háöldruð kona. I þessari bók
Halldórs segir hann frá mörgu af því sem hann telur að hafi vakið áhuga
hans á bókmenntum og skáldsagnaritun. Ekki leikur á því nokkur vafi að
Guðný Klængsdóttir, amma Halldórs, hefur gefið honum sérstakt vega-
nesti út á ritvöllinn. Auk alls þess sem hún kennir honum hefur hún haft
tíma til að svara honum þegar hann spurði og svör hennar hafa vakið hann
til enn frekari umhugsunar.
Halldór metur ömmu sína mikils. Hann veit hvað það er sem hann á
ömmunni að þakka og kynni hans af ömmunni hafa gefið honum djúpan
skilning og einlæga ást á konum og hann ber virðingu fyrir þeim.