Andvari - 01.01.1992, Side 85
ANDVARI
„ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN"
83
miklu frekar Diljá sem leikur hlutverk Halldórs í verkinu en uppskafning-
urinn Steinn Elliði. Diljá tekur við af sagnameisturunum Halldóru Álfs-
dóttur, Guðnýju Klængsdóttur og Scheherasade með því að semja sínar
sögur og segja þær litlum börnum. Pannig flytja konur bókmenntirnar frá
kynslóð til kynslóðar:
Sumarið sem ég var fimtán ára varstu enn einusinni utanlands með foreldrum þínum,
en ég hafði verið lasin um veturinn og var uppí Borgarfirði mestan hluta sumars mér
til hressíngar. Það var á ágætum bæ og börnin yndisleg; þau voru fjögur, öll innan við
tíu ára aldur. Og hverju heldurðu að ég hafi tekið uppá í sveitasælunni? Ég fór að
skrifa smásögur fyrir börnin. Þær voru ákaflega einfaldar og kjánalegar, en ég var
hrifin af þeim sjálf og hlakkaði til að sýna þér þær um haustið. Ég skrifaði þær upp
aftur og aftur og ætlaði að gera þær sem fallegastar, og að síðustu skrifaði ég sex
þeirra í litla bók, hún var ekki stærri en helmíngurinn af lófa mínum, með bleik blöð
gylt á jöðrum, bundin í blátt flauil.
Þessa bók ætlaði ég að gefa þér þegar þú kæmir. (Bls. 58)
En Steinn Elliði kemur inn í stofuna eins og klipptur út úr tískublaði og
hafði skrifað tískuljóð í sölum gistihúsanna á morgnana. „. . .og nú var
einginn skáldskapur neins virði nema dadastefnan og expresjónisminn,
sem þú nefndir kjarnsæisstefnuna.“(Bls. 59) Á meðan Steinn Elliði þvælist
um Evrópu er hún á sveimi alein í fjallanáttúrunni íslensku, uppí giljum og
lyngbrekkum, uppmeð lækjum eða í birkiskógum. Gáfumaðurinn Steinn
Elliði er blindur á skáldskap hennar. Hvernig á honum líka að detta í hug
að kona sé að hugsa um ásýnd hlutanna? Það er hold hennar sem freistar
hans. Hann er fuglinn sem flýgur til hennar og sækir til hennar kraft.
Fuglsmyndin fylgir Steini frá fyrstu tíð. Fuglinn er reðurtákn og í Vefaran-
um er fuglinn einnig örninn úr Völuspá, ránfuglinn sem tælir konuna, dvel-
ur með henni næturlangt og bregst henni síðan. Steinn Elliði er sjálfur Oð-
inn, „skáldið“ sem fer í arnarlíki til þess að ná í skáldamjöðinn til konunn-
ar. Óðinn sængar hjá Gunnlöðu og svíkur út úr henni skáldamjöðinn en
Steinn Elliði sængar hjá Diljá, sáir sér í líf hennar og flýgur síðan með kraft
hennar inn í klaustrið. Þær Diljá og Gunnlöð eru það sem Stein Elliða og
Óðin langar til að vera. Fuglinum daprast flugið í kvenmannslausu klaustr-
inu og hann þráir að fljúga út í himingeiminn eins og fuglarnir sem Steinn
Elliði lokaði sjálfur inni í búrinu forðum. En hvað sem Steinn Elliði telur
sig vera þekkir Halldór Laxness skáldskapargyðjuna. Hann veit hver hefur
sagt honum sögur og kennt honum kvæði. Og hann þakkar fyrir sig.
Halldór slær saman í eina langloku kvæðum sem hann yrkir um sama
leyti og hann skrifar Vefarann og kallar Rhodymenia palmata. Kvæðið allt
er eins konar viðbót við Vefarann. Karl ávarpar konu í mörgum kvæð-
anna. Þau eru tvö saman. Hún grætur góðvin sinn. I sjöunda kvæði segir:
„Þú ert sá sem geinginn grætur góðvin sinn.“ (9, bls. 28) Og undir lok