Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 90
88
GUÐBJÖRG PÓRISDÓTTIR
ANDVARI
við hlutverk hins kúgaða. Hinar ólíku væntingar konunnar og karlsins til
lífsins orsaka stöðuga árekstra og vonbrigði kvennanna. Þeir skilja ekki
konuna og geta þess vegna ekki fullnægt ástarþörf hennar.
Árekstrar karla og kvenna í verkum Halldórs Laxness eru ekki stétt-
bundnir heldur kynbundnir og erfitt er að finna hjónabönd í verkum hans
þar sem hjónabandið eða sambúð þeirra gengur upp. Hlýtt er á milli afa og
ömmu í Brekkukoti og Guðmundur húsvörður talar hlýlega til Gunnu
sinnar í Vefaranum. Þau koma hins vegar lítið við sögu. I Guðsgjafaþulu á
Islandsbersi konu suður með sjó. Konan hefur ekki kynnst honum að ráði
þó hún gangi með ellefta barn hans og það lítið það er þá að illu einu. ís-
landsbersi man sjálfur sjaldnast eftir því að hann eigi konu og börn. Hann
er upptekinn við annað. „Karlmaður elskar og mun elska konu vegna
skapnaðar hennar einsog Dr. Weininger orðar á einum stað . . .“ (Bls.
121) Þetta skrifar Steinn Elliði og hann segir einnig:
Kveneignin er grundvöllur als eignarhalds. Á kveneign mannsins sem hornsteini,
heimilinu og fjölskyldunni, þessum leifum ættstofnafyrirkomulagsins, er þjóðfélagið
grundvallað. Og fyrir þetta kotríki sitt kríngum skurðgoðið, konuna, er karlmaður-
inn að berjast. Á friðartímum berst einn við alla og allir við einn, og þjóðfélagið er
einn vellandi nornaketill „frjálsrar samkeppni", en á styrjaldartímum láta þeir sem
græða á skipun þjóðfélagsins, þeir sem eiga ríkið, lýsa yfir því að föðurlandið kalli,
og borgarinn leggur á stað til vígvallarins útblásinn af lygi í von um landvinnínga,
frægð, herfáng og öll hugsanleg fríðindi til að leggja á altari konu sinnar.
(Bls. 121)
Skurðgoðið, konan, kann ekki að meta öll þau fríðindi sem maðurinn legg-
ur á altari hennar. Konan er vanþakklát og kann illa að meta karlmennsku
hermannsins. Stríðsrekstur brýtur í bága við hennar lífssýn.
Við húktum í skotgröfunum í fjögur ár, segja hermenn úr styrjöldinni miklu. Leðjan
tók okkur í hné, spreingjurnar hvinu látlaust yfir höfðunt okkar, við liðum sárari
þjáníngar en fordæmdir í helvíti og hugsuðum til kvennanna heima. Við blessuðum
þær sem gættu þar arins okkar felandi okkur guði í bænum sínum. Við berjumst fyrir
ykkur sem heinta þreyið, hugsuðum við. Ykkar vegna þráum við að verða hetjur;
ykkar vegna leggjumst við í skelfilegustu mannraunir.
Við hugguðunt okkur við að þær tækju þátt í kjörum okkar í huganum; að þær
biðu með eftirvæntíngu allra frétta af stríðinu, innilega þakklátar okkur fyrir fórnfys-
ina. Við hlökkuðum til endurfundanna, þeirrar stundar er þær legðu höfuðið undir
vánga okkar og hlýddu í sælum ástþrúngnum fjálgleik á hreystisögur okkar, trúar
einsog kona Oddyseifs.
En hver varð raunin? (Bls. 122)
Raunin verður sú að konan, boðberi lífsins, dáist ekki að karlmennsku
hermannsins. Konan kýs lífið. Hún vill skemmta sér, drekka og dansa. í
Vefaranum lyftir Halldór konunni á stall en gerir lítið úr karlmennskunni,
mikilmennsku hermannsins og drottnunargirnd mannsins.