Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 93

Andvari - 01.01.1992, Page 93
ANDVARI „ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN" 91 því að konan geti aldrei eignast æðra takmark í lífi sínu en sæta lagi til að stela af skilningstrénu en hún finnur aldrei sitt líf. Hjónabandið fær sinn dóm í Vefaranum. Jafnt konur sem karlar kveljast í hjónabandinu. Jófríður veikist og deyr, Örnólfur flýr í fang dauðans en Diljá þolir ekki við í hjóna- bandi sínu því hún fær ekki þann sem hún þráir. Skakkafall Halldórs skilar sér í hugleiðingum hans um mikilvægi for- eldrahlutverksins og verður eins konar grunntónn Vefarans. Halldóri er það ljóst frá upphafi að barnið sem hann hefur eignast muni ekki njóta mikils stuðnings frá honum umfram það sem lausaleiksbörn hafa af feðrum sínum að segja. Þess vegna er það ekki aðeins foreldrahlutverkið eitt og sér sem á athygli hans alla við samningu Vefarans heldur spyr hann sig spurn- inga varðandi samvinnu foreldranna við uppeldi barns og þá um leið varð- andi hjónabandið. Niðurstaða þeirra hugleiðinga er neikvæð fyrir hjóna- bandið og hún virðist ekki yfirgefa hann á rithöfundarferli hans. Halldór hefur verið þrúgaður af samviskubiti þegar hann safnar efni í Vefarann og samviskubit hans og sjálfsgagnrýni skilar sér í neikvæðri afstöðu til karl- manna og tilbeiðslu á móðurímyndinni. Ástæðan fyrir því hversu hjónum gengur illa að vinna saman er ekki nú- tímafyrirbæri. Hún virðist liggja í eðli mannsins og má rekja átökin langt aftur. Kvennakúgun og drottnunarlöngun karlmannsins hefur viðgengist í aldaraðir og kúgunin kallar á óánægju og uppreisn. Ekki er hægt að kenna drottnunarlöngun karla um allt sem miður fer í hjónaböndum en í Vefar- anum snúast átök karla og kvenna um löngun karla til að drottna og til að svæla allt undir sig. í gömlum sögum er auðvelt að sjá hvernig heimar karla og kvenna takast á og má nefna Biblíuna, helgisögur, Þúsund og eina nótt og gamlar íslenskar sögur og ljóð sem dæmi um gömul bókmenntaverk sem spegla átök karla og kvenna. Halldór notar þessi gömlu bókmenntaverk ásamt ýmsu öðru sem uppistöðu verksins. Það eru fyrst og fremst eldgaml- ar sögur sem Halldór leitar fanga í við samningu verksins þó hann noti einnig sögur af ýmsu samtíðarfólki við persónusköpun. Halldór Guð- mundsson, Matthías Viðar Sæmundsson og fleiri hafa gert grein fyrir áhrif- um samtímahöfunda á Halldór Laxness við samningu Vefarans og verður hér ekki tekin afstaða til hugmynda þeirra. Konurnar í lífi Halldórs Laxness hafa í sameiningu vakið í brjósti hans ást á konum og reyndar öllu sem lífsanda dregur. Áhrif þeirra ásamt upp- lagi hans hafa opnað augu hans fyrir stöðu kvenna í einkalífi og á opinber- um vettvangi. Það er staðreynd að menn og konur hafa misjafnlega mikinn hæfileika til þess að elska eins og Erich Fromm gerir grein fyrir í bók sinni Listin að elska. Halldór Laxness hefur djúpan og einlægan skilning á kær- leikanum og kærleikurinn er sá kraftur sem hann vinnur úr. Hann hefur sjálfur oft skrifað um mismunandi tilfinninganæmi fólks. Ef til vill eru þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.