Andvari - 01.01.1992, Page 95
ANDVARI
„ALT ER LYGI NEMA ÁSTIN"
93
saman stuttar, myndríkar sögur í ævintýrastíl þar sem hið illa tekst á við
hið góða. Hún er það sem Stein Elliða langar til að vera.
Steinn Elliði er örninn sem flýgur yfir. Hann er sjálfur Óðinn, fuglinn
sem flýgur í arnarlíki frá Gunnlöðu með skáldamjöðinn eftir að hafa sofið
hjá henni þrjár nætur og hlýtur þar með skáldgáfu. Skáldgáfa Steins Elliða
er samkvæmt sögunni svikin út úr konu. Á meðan skáldamiðinum er ekki
skilað gætir Gunnlöð hans ekki. Saga Gunnlaðar er saga kvenna og skáld-
skaparins. Ekki þýðir fyrir konur að bíða þess að fuglinn fljúgi í fang þeirra
og skili skáldamiðinum. Gunnlöð lætur blekkjast af blíðuhótum Óðins og
áttar sig ekki á hvað hann rænir hana mikilli orku. Karlmaðurinn Óðinn
flýgur fram úr rúmi Gunnlaðar endurnærður eftir þriggja nátta ástalíf en
konan liggur ein og sár eftir. Konan þarf að koma sér fram úr rúminu og
sækja sjálf skáldamjöðinn. Það kemur enginn til hennar með skáldamjöð-
inn á sængina. Hún hefur of lengi ráfað um borgir eins og drukkin skækja í
þeirri von að ástmaðurinn verði á vegi hennar og komi í sængina til henn-
ar. Og hann kemur en flýgur burtu af því að maðurinn kann ekki að elska
konuna eins og hún þráir.
Áhrif eldri bókmennta á Vefarann ná langt aftur í aldir. Sagnasafnið
Þúsund og ein nótt, Biblían og fleiri sögur sýna að togstreitan á milli karla
og kvenna á sér langa sögu. Kvenfrelsisbarátta er eldri en konur vilja vita
og hægt miðar. Á þeim tíma sem Halldór Laxness semur Vefarann skrifar
hann einnig greinar í blöð þar sem hann bendir á að konur séu notaðar
sem barneignavélar. Síðan þá hefur hann skapað margar konur sem eiga
mörg börn. Ugla er ein þeirra sjálfstæðu kvenna sem fara að heiman og
vilja kanna ókunnar slóðir, en hún endar sem einstæð móðir.
Vefarinn mikli frá Kasmír er óður til kvenna. Halldór Laxness dregur
upp kaldhæðnislega mynd af sársaukafullri þrá Diljár, sem þráir Stein Ell-
iða meira eftir því sem hann verður ruddalegri. Hún spyr þó: „Segðu mér
Steinn, hvað er þess virði að ég fórni því einum dagdraumi?“ (Bls. 46)
Konan, pílagrímur ástarinnar, leitar árangurslaust að ástinni. Lesandinn
getur ekki annað en reiðst Diljá fyrir að leysa ekki sína eigin fjötra og
ganga frjáls út í bjarta vornóttina. Diljá miðar allt sitt líf við manninn sem
hún elskar eins og kynslóðir kvenna á undan henni hafa gert. Jófríður bíð-
ur einnig allt sitt líf eftir að einhver karlmaður komi og geri hana ham-
ingjusama. Hún trúir því að allt sé lygi nema ástin. En kraftur dauðans
kæfir kærleikann.