Andvari - 01.01.1992, Side 109
ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINEÓRSSON
Samræða um list og vísindi
Á Listahátíð 1990 var það nýmœli reynt að drýgja margvíslega listiðkun með
því að stofna til umrœðna um listir. Meðal atriða var það sem hér fer á eftir
- samræða Þorsteins Gylfasonar heimspekings og Sigurðar Steinþórssonar
jarðfrœðings um list og vísindi, sem flutt var 6. júní 1990 í Lögbergi, húsi
lagadeildar Háskóla íslands.
Tildrögin voru þau, að í janúar 1990 skrifaði Valgarður Egilsson, fram-
kvœmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík 1990, Jóhanni Axelssyni lífeðlisfrœðingi
„bréfkorn v/Listahátíðar í Reykjavík“ þar sem hann stakk upp á því að efnt
yrði til málþings um „nýja heimsmynd náttúruvísinda og hvort hennar sjái stað
í listum. “ í svari sínu taldi Jóhann víst að heimsmyndar vísindanna gœtti í öll-
um menningarstraumum samtíðar, þar með listsköpun. Hins vegar gœti orðið
lífleg umrœða um það hvort eðlismunur vœri á vísindum og listum, og sagðist
hann sjálfur draga í efa að vísindi fjalli um veruleikann eða tilveruna á ein-
hvern allt annan hátt en list. Kvaðst hann jafnvel „reiðubúinn að reyna að
halda uppi vörnum fyrir svo fáránlega skoðun“, eins og segir ísvarbréfi hans.
Valgarður tók Jóhann á orðinu, og var ákveðið að stofna til samræðu
þeirra Jóhanns og Þorsteins Gylfasonar heimspekings, en þeir hafa unnið
mikið saman og margt rætt um dagana. Loks var annar kunningi þeirra,
Sigurður Steinþórsson, kvaddur til sem eins konar varamaður, og allir hitt-
ust þeir tvisvar eða þrisvar heima hjá Valgarði þá um veturinn til að ræða
málin. Þegar að Listahátíð dró fór Jóhann á ráðstefnu í Vesturheimi, þar
sem hann veiktist svo alvarlega að tvísýnt varð hvort hann næði því að taka
þátt í umrœðunni. Þá greip Þorsteinn til þess ráðs, því skammt var orðið til
stefnu, að taka upp bréfaskipti við Sigurð um listir og vísindi, og skiptust
þeir um svosem mánaðar skeið á nokkrum bréfum sem þeir lásu svo upp á
fyrrgreindum fundi í Lögbergi og fylgja hér á eftir. Eins og fram kemur,
leggur Þorsteinn áherzlu á einingu vísinda og lista en Sigurður hið gagn-
stæða - sjálfsagt að hluta dl með hugarfari advocati diaboli, því án ólíkra
skoðana verður engin umrœða. Svo sem Ijóst má vera eru bréf þessi ekki
frœðilegar ritgerðir, heldur samrœður nánast mæltar af munni fram.
Sig- St.