Andvari - 01.01.1992, Qupperneq 119
ANDVARI
SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDI
117
kvæði - en svona dásamleg, enda maðurinn „et poetisk geni“ eins og Stein-
grímur Jónsson biskup sagði um hann í meðmælabréfi. Og einnig hef ég
heyrt því haldið fram, að Matthías Jochumsson hafi ort bezt í innblæstri,
og allar tilraunir til að „vinna“ kvæðin hafi verið til bölvunar. Ég ætlaði að
fara að halda því fram að aðal hins sanna listamanns væri leitin að full-
komnuninni, að liggja yfir hverri kommu, og dæmi af Þórbergi Þórðarsyni
eða Halldóri Laxness falla kannski innan þeirrar skilgreiningar, en ekki
dæmin af Jónasi og Matthíasi. Reyndar hefur Hannes Pétursson fært fyrir
því rök að t.d. Gunnarshólmi sé svo þrælunnið kvæði,1 að sagan um tilurð
þess - „Tala þú nú sem minnst, frændi, nú skálda ég.“ - sé tilbúningur
einn, rétt eins og það var tilbúningur hjá Da Ponte að Mozart hefði samið
Brúðkaup Fígarós á sex vikum jafnóðum og textinn varð til. Og það má
víst sjá merki um vaxandi vald Jónasar á kveðskapnum með árunum, sí-
batnandi tæknikunnáttu, og sama má segja um Mozart. Og þá er Matthías
Jochumsson einn eftir, hinn maníski snillingur.
Mér finnst eðlisfræðingurinn Hoenikker í Fuglafit2 Kurts Vonnegut
sannferðugur sem ein gerð af vísindamanni eins og við ímyndum okkur þá
- maður sem er alltaf að leika sér. Svona fannst mér Porbjörn Sigurgeirs-
son vera, hann var t.d. alveg ónýtur við að „kynna“ niðurstöður sínar, sem
margar voru þó merkar. Enda held ég Þorbjörn hafi verið „einn af hálfri
miljón“ sem Bretar kalla - þeir segjast fá einn alvöru eðlisfræðing á
500.000 íbúa. Og hvað knýr þessa menn áfram? Hégómagirnd knýr auðvit-
að marga lista- og vísindamenn til átaka, sem jafnframt er liður í því að
þeir verða að vinna fyrir sér. Og sumir eru bara að vinna sína vinnu, eins
og Jóhann Sebastían Bach. En Þorbjörn og Hoenikker voru ekki haldnir
neinum hégómatilfinningum, mér vitanlega; þeir voru bara að dútla við
það sem þeim þótti skemmtilegt, amatörar og atvinnumenn í senn. Og
sama mun Tryggvi Ólafsson hafa sagt í blaðaviðtali: Ég er ánægður ef ég
fæ að mála í friði og get borgað reikningana mína. Sannleikurinn er líklega
sá, að allar alhæfingar um þessi efni eru út í hött - það eru til listamenn og
listamenn og vísindamenn og vísindamenn.
Að ýmsu leyti er tæknin miklu skyldari listum en systkini hennar, vísind-
in. Náttúruvísindin fást við að rannsaka sköpunarverkið eins og það kom
frá fingri almættisins, en tækniverk eru sköpunarverk huga og handar eins
og listaverk. Tækniafurðir hafa samt algilt aðhald eins og vísindin, þær
verða að vera nothæfar. Listaverk búa ekki við neitt slíkt aðhald, eins og
fyrr hefur komið fram; ég man alltaf eftir yfirlitssýningu í Listasafninu á
málverkum Gunnlaugs Schevings. Menn stóðu þarna og lá við þeir táruð-
1 Jónas vann sömuleiðis að Hulduljóðum í mörg ár.
Cat’s Cradle.