Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 121

Andvari - 01.01.1992, Side 121
ANDVARI SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDl 119 Sigurðar - og las þá í einum spretti sjálfsævisögu Franfois Jacob, erfða- fræðingsins franska. Bókin er meðal annars til þess skrifuð að veita leik- manni hugboð um hugmyndaheim nútímalíffræðings. Næstum hvarvetna þar sem Jacob víkur að aðferðum eða hugsunarhætti sínum og starfsbræðra sinna þá gerir hann það með orðum sem hann sækir í listir eða leiki, eins og Hoenikker hjá Vonnegut. Þegar hann hrósar einum starfsbróður sínum, André Lwow, upp í hástert er það fyrst og fremst fyrir það að Lwow sé listamaður í erfðafræði. Hann fer alltaf að efninu eins og listamaður. Ég á mjög hægt með að yfirfæra þessar lýsingar yfir á heimspekileg verk. Frangois Jacob nefnir leiki - leik að hugmyndum, tilgátum og tækjum - og Sigurður gerir það líka. Leikir minna aftur á börn. Ég held að börn skipti kannski máli í þessu samhengi. Ég held þau hjálpi til að skýra hvers vegna okkur Jacob finnst það báðum vera freistandi að líkja vísindum við list (fremur en list við vísindi). Skýringin er sú að það veit hver einasti maður hvað list er, og hvað það er að vera listamaður, meðal annars vegna þess að það hefur hver einasti maður verið barn og þar með listamaður sem til dæmis teiknar og syngur. (Það sem hér er um að ræða er auðvitað hversdagslist en ekki afreksmannalist.) Við vitum öll hvað þarf til þess að teikna af því að við reyndum það árum saman. Þau okkar sem aldrei gátu teiknað sómasamlega, eins og ég sjálfur, vita það kannski bezt. Það er sem sagt markvert að bera saman list og vísindi og telja vísindin til lista vegna þess að það vita allir hvað list er, meira að segja af eigin raun. En það vita fáir hvað vísindi eru, enda þarf til þess langa skólagöngu og langa frekari þjálfun eftir að skólagöngu lýkur. Sköpunarverk tækninnar verða að vera nothæf, segir Sigurður, „en lista- verk búa ekki við neitt slíkt aðhaldA Hér finnst mér rétt að mótmæla. Listaverk verða, að minnsta kosti upp til hópa, að vera skemmtileg. Það verður að vera gaman að þeim með einhverju móti, eins og börn hafa gam- an af að teikna og syngja og segja hryllingssögur. VIII Sigurður: Höldum áfram með þetta um stund: að vísindin séu list og listin sé leikur. Þegar þess er gætt hversu hörð vinna, grimmur agi og mikið nám liggur venjulega að baki þess að vera almennilegur lista- eða vísindamaður, kann þetta að verka nánast sem þversögn. Og ekki virðist það síður þversögn hjá Jóhanni Axelssyni, að það sé leikur einn að skilja afstæðiskenninguna ef maður kasti allri rökhugsun fyrir róða. Nema þá tilgangurinn sé Ieikur að stráum. Þannig virtist Hoenikker raunar hugsa, örlögvaldur heimsins í Fuglafit. Bandaríski sjóherinn fór á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.