Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 125

Andvari - 01.01.1992, Page 125
ANDVARI SAMRÆÐA UM LIST OG VÍSINDI 123 Þau ólíkindi með okkur sem mér þykja mest um verð eru ekki þau að Sig- urður sér tvennt - List og Vísindi - þar sem ég vil helzt sjá eitt. Þau eru miklu fremur hin að Sigurður sér söguleg stórmerki - andleg afrek og atómsprengjur til dæmis, og gervalla menningarsögu Vesturlanda - á með- an ég er allan tímann að hugsa um hluti eins og Maístjörnuna, lítið lag við þrjár hógværar vísur. Ég er einhvern veginn þannig gerður - það háir mér ugglaust nokkuð sem heimspekingi - að ég get ekki hugsað um List með stórum staf eða Vísindi með stórum staf. Ég verð að fá að hugsa mér dæmi eins og Maístjörnuna eða nýja ritgerð um merkingu og sannleika eftir ung- an amerískan heimspeking sem svo vill til að ég var að lesa í gær. Ég hef verið að bera því vitni að þegar ég hugleiði allt í senn - vísurnar, lagið og röksemdafærsluna í ritgerðinni - þá slær það mig hvað margt er líkt með þessu þrennu. Ég er nokkurn veginn viss um að ef ég fengi að halda hér klukkutíma fyrirlestur um sannleika og merkingu þá mundu aðrir sjá þetta líka. Heilsteypt röksemdafærsla er eins og heilsteypt laglína eða heilsteypt kvæði. En ég á að leggja áherzlu á það áður en ég hætti að þetta er ekki nema tilfinning mín sem um er að ræða, óljóst hugboð sem ég kem ekki neinum fastari tökum á, til dæmis ekki sem heimspekingur. Það hefur verið köllun heimspekinnar í meira en 2500 ár að svara því hvað hugsun sé. í þessu skyni hafa heimspekingar búið rökfræðina til, og með rökfræðina að vopni hefur okkur tekizt að búa til tölvur. Tölvur eru vélar sem hugsa. En við er- um alveg jafnnær um það hvernig við hugsum. Við vitum ekki hvernig ég fer að því að segja það sem ég er að segja núna til dæmis, og þið að því að skilja það. Ef nútímaheimspekingur er spurður að því hvað hugsun sé byrjar hann þegar í stað að tala um mál og merkingu, því að um þau efni eigum við nokkur drög að tiltölulega fáguðum kenningum. En við sjáum strax á dæmum að það er hægt að hugsa án máls og merkingar. Til dæmis er heil hugsun í góðu lagi án þess að nokkur tónn í laginu merki neitt. Það er líka heil hugsun í fallegri mynd án þess að myndin sýni neitt annað en sjálfa sig. En heimspekin á tuttugustu öld er ekki Iengra komin í viðureign við hugs- unina en svo að hún glímir aðeins við málið og merkinguna. Þess vegna getur samanburðurinn á list og vísindum sem mér þykir - að minnsta kosti oft - vera svo nærtækur ekki orðið annað en tóm hugboð og heilaköst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.