Andvari - 01.01.1992, Síða 135
ANDVARI
AFREK í ÍSLENSKUM MENNTUM
133
hin sömu, en formin síbreytileg - eins og fljótið sem rennur til sjávar eins í
dag og í gær, en er ekki sama fljótið, því vatnið streymir sífellt nýtt og iðu-
köst þess eru hverful eins og rás tímans - svo notuð sé grísk líking. Eins er
menning okkar tvinnuð af varanleika og síbreytni.
Það er haft fyrir satt að Grikkir hafi fyrstir fitjað upp á flestum bók-
menntagreinum sem nú tíðkast hér í álfu. Peir urðu fyrstir Evrópubúa til
að yrkja söguljóð, lýrikk, harmleiki og gleðileiki, og skráðu fyrstir sagn-
fræði, heimspekirit og skáldsögur. Pessar bókmenntir allar höfum við ís-
lendingar lagt nokkura rækt við, sumar frá upphafi íslenskrar þjóðar en
aðrar ekki fyrr en á síðari öldum. Samt er enn margt að læra af forngrísku
fyrirmyndunum og skaði að jafnan hafa fáir landar átt þess kost að kynnast
þeim. Fáir hafa numið tunguna, og góðar þýðingar íslenskar torgætar.
Þeim hefir þó að vísu fjölgað ögn á síðari áratugum. Loks fyrir tveim árum
bar það happ að hendi að út kom íslensk þýðing allra varðveittra harm-
leikja grískra að einum undanskildum. Einn ágætasti þýðandi okkar, Helgi
Hálfdanarson, hefir unnið það einstæða afrek að þýða 7 leikrit Aiskhýlos-
ar, 7 leikrit Sófóklesar og 18 af 19 leikritum Evrípídesar á íslensku. Sjaldan
hefir þjóðinni borist hollari gjöf.
II
Það er mál manna að forngrískir harmleikir séu með þeim ágætum að ekki
hafi tekist betur síðar. Rómverjar tóku þá sér til fyrirmyndar, en stóðu
grískum höfundum langt að baki. Og grísku goðsagnaminnin glæddu latn-
eskar stælingar glóð sem ekki kulnaði til fulls á miðöldum, þótt að syrfi.
Harmleikir latneska skáldsins og heimspekingsins Senecu (um 4-65 e. Kr.)
varðveittust til dæmis á bókfelli fram á prentöld. Af þeim nam enska skáld-
ið William Shakespeare (1564-1616) þá list að yrkja harmleiki um mannleg
örlög í bundnu máli.5
Grískar menntir lágu í dvala á Vesturlöndum mestallar miðaldir. En á
endurreisnartímanum vaknaði áhugi á þeim að nýju. Pá tóku menn aftur
að kynna sér grísk leikrit. Sú iðja varð heillarík er tímar liðu. Efni þeirra
reyndist þrotlaus uppspretta skapandi listamönnum og dæmin um lífsorku
þeirra fleiri en svo að tölum verði talin. Til að mynda leituðu frönsku
skáldin Pierre Corneille (1606-1684) og Jean Racine (1639-1699) í smiðju
Senecu og Evrípídesar.6 Þýska höfuðskáldið Johann Wolfgang von Goethe
(1749-1832) hafði manna mestar mætur á grískum bókmenntum og menn-
ingu, og áhrifin eru víða sjáanleg í skáldskap hans. Hann samdi auk heldur
eitt leikrit, Ifigenie auf Tauris, í anda Evrípídesar.7 Á þessari öld hafa
Gide, Cocteau, Giraudoux, Anouilh og Jean-Paul Sartre, svo nokkrir séu