Andvari - 01.01.1992, Side 143
ANDVARI
AFREK í ÍSLENSKUM MENNTUM
141
ur bók í fremur stóru áttablaðabroti, en full þykk og þung til að lesa í ból-
inu, enda „Stórbók.“ Hún er klædd í sótrautt plast og gylling á kili og
spjöldum ekki ósmekkleg. Pappír er hvítur og þjáll, vonandi sýruskertur,
þótt ekki sé þess getið, prentun einkar skýr og auganu hagfelld. Petta er
eigulegur og fallega hannaður gripur. Þó getur útgáfan varla verið gróða-
fyrirtæki. Bókin er skreytt einni teikningu eftir Tryggva Ólafsson. Hún er
þrítekin og fer á undan leikritum hvers höfundar um sig. Petta er fábrotin
útlínuteikning með snilldarbragði. Tryggva tekst að túlka gríska lífsnautn
og bersögli og gríska kímni í fáum og skýrum dráttum sem unun er að.
Hún sæmir vel þeirri hófsemi, aga og jafnvægi sem einkennir gríska mynd-
list á fyrri hluta 5. aldar f. Kr. og leikrit Sófóklesar bera keim af.
Eins og áður getur er það ofmælt sem innan á titilblaði stendur, að þarna
sé að finna alla forn-gríska harmleiki sem varðveist hafa eftir höfuðskáldin
Æskýlos, Sófókles og Evrípídes. Par vantar einn. Annað sem vantar í text-
ann eru greinaskil. Pau eru, eins og orð, orðaskil og greinarmerki, vel til
þess fallin að gera efnið lesendum skiljanlegra. Og satt að segja er óþægi-
Iegt að lesa bæði langar ræður og kórljóð prentuð í belg og biðu án tillits til
merkingarinnihalds, og beinlínis skaði að því að ekki skuli vera línubil á
milli lýrískra kórsöngva og athugasemda kórsins sem oft fara á undan og
eftir kórljóðum undir gerólíkum hætti, sem sé öfugum þríliðum. Mikil bót
er hins vegar að viðbót aftan við textann með goðsögnum og skrá manna-
og staðanafna lesendum til hægðarauka.
Að þessum ókostum frátöldum ber útgefanda lof fyrir vandaða bók með
verðmætu innihaldi. Og ég held að það sé fátítt að lesa svo Ianga bók, tæp-
ar 12 hundruð síður, með svo fáum prentvillum. í alíslensku lesmáli er þær
næstum engar. Pað er að vísu nokkuð algengt að atviksorð og forsetning
eða tvö atviksorð sem borin eru fram undir einni áherslu séu prentuð sem
eitt orð, en það kann að vera af ásettu ráði, og skal ekki um það sakast.
Ein ótvíræð villa af svipuðu tagi er þó á bls. 26, 1. 673 afdrifþeirra í stað af-
drif þeirra. Á bls. 736, 1. 1211 hafa orðið kyndug mistök í prentun. Helm-
ingur línunnar er settur með mun smærra letri en er á bókinni. Áþekk mis-
tök hafa orðið á bls. 127. Þar hafa línunúmer 540 og 550 prentast inn í les-
málinu í enda þessara lína, í stað þess að standa úti á spássíunni. Sama slys
verður á bls. 168, 1. 1065. Þetta er smávægilegt og má heita að bókin sé
jafngóð þótt svona tækist til. Ég veit ekki nema „fáein“ á bls. 761, 1. 617 sé
mislestur setjara fyrir t.d. „fáguð“ eða eitthvað í þá veru. Pað kæmi betur
heim við gríska textann, hitt skýtur skökku við samhengið. Og þá er komið
að ávirðingum prófarkalesara. Pví miður hafa of mörg grísk manna- og
staðanöfn misritast í textanum, væntanlega sökum ókunnugleika á efninu:
Bls. 249, 1. 734 Dalíu, les Dálíu; bls. 306, 1. 1302 Hadrastosar, les Adrast-