Andvari - 01.01.1992, Blaðsíða 147
ANDVARI
AFREK í ÍSLENSKUM MENNTUM
145
Við þig mér ég jafna, við þig tek ég undir, þinn þrá-
fyllta, kveinandi óð
ég vænglausi fuglinn í þrældómi þjökuð, ég þrái til
Grikklands heim,
mig langar á torgin, langar í Artemis ljósmóður heilögu
slóð,
í Kýnþoshöfðann, hárprúðu pálmatrén, hjalið vindanna
í þeim.
íturvaxinn lárviðinn, lundinn með laufinu blásilfurgrá
olíutrjánna og eyjuna helgu, sem ástvina Letóar varð
í fæðingarhríðunum, hringmyndað vatnið með hvítu
svönunum á,
söngvadísanna sætróma þjóna, er sveima’ um hinn
heilaga garð.
(Sigfús Blöndal 1949, 82-83)
Helgi þýðir svo:
undir tekur mitt trega-Ijóð
og teygir flug sitt án vængja þinna
heim í Hellasar byggð,
þar sent Artemis yndi finnur
undir Sinþíufjalli
með tiginn pálma og lárvið laufgan
og ljósan olíumeið.
Fagnar þar Letó lausn frá nauð
við lygna hringiðu djúpra vatna,
þar sem svanir með sveigðan háls
senda hreimþýða tóna á flug
listadísum til dýrðar.
(Helgi Hálfdanarson 1990, 733)
Með þýðingum sínum hefir Helgi unnið einstætt afrek sem vera myndi á
fárra færi. Að baki liggur óhemjuvinna, þrotlaus alúð og vandvirkni og
óvenjulegt listfengi sem halda mun nafni hans á lofti. Hver sem ann klass-
ískum fræðum stendur í þakkarskuld við hann. Ég votta honum að endingu
þökk, og er þess fullviss að þessi gjöf verður þjóðinni til gæfu.
RIT SEM VITNAÐ ER í
Aiskhýlos. Aeschyli septem quae supersunt tragoedias editit Denys Page, Oxford 1972.
Evrípídes. Euripidis fabulae.
Recognovit Gilbertus Murray, I, Oxford (1902) 1966, II3 Oxford (1913) 1974, III2 Ox-
ford (1913) 1969.
10