Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Síða 153

Andvari - 01.01.1992, Síða 153
ANDVARI ÍSLAND OG „EVRÓPUSAMRUNI“ MIÐALDA 151 hverjar á sínum forsendum: biskupasögur og aörar samtímasögur, ridd- arasögur og aðrar þýðingar, fornaldarsögur, helgisögur og lærdómsrit ým- isleg. Nú þurfti að túlka Sturlungaöldina upp á nýtt, og menn fóru að sjá hana sem öld andstæðnanna: hina myrku öld ófriðar og stjórnarfarsupplausnar sem um leið er öld hins mesta menningarblóma þar sem bókmenntirnar eru. Þessa túlkun útfærir Sigurður Nordal í bók sinni um Snorra Sturluson 19205 og síðan Einar Ól. Sveinsson í fyrrnefndri bók um Sturlungaöld 1940. Þessar sömu andstæður vaka fyrir Gunnari Benediktssyni, því að hann tel- ur tímabilið ekki aðeins hugstætt vegna þeirra „harmsögulegu örlaga“ að binda þjóðina erlendu konungsvaldi, heldur fyrir það annað6 hve sérstæð sú öld er að menningarlegum glæsibrag, svo að þá er lagður grundvöllur- inn að óbugandi menningarsjálfstæði þjóðarinnar um þær aldir, sem á eftir komu. Þannig lítur Gunnar einnig á björtu hliðina í ljósi sjálfstæðisins, metur bók- menntablómann einkum sem framlag til varðveislu sjálfstæðs þjóðernis, enda þarf ekki að velkjast í vafa um gildi fornbókmenntanna fyrir íslenskt þjóðerni og fyrir sjálfstæðisbaráttuna þegar þar að kom. IV Á síðustu 30 til 40 árum hefur íslensk sagnaritun verið að fjarlægjast þessa einhliða áherslu á sjálfstæðið og þjóðernið. Fjarri því samt, að sagan hafi orðið óþjóðleg eða að sjálfstæðið hafi týnst úr sögunni: nú læra t.d. öll börn íslandssögu af bókum sem heita einmitt „Sjálfstæði íslendinga“,7 og sagnfræði okkar er ævinlega háð vangaveltum smáþjóðarinnar um stöðu sína og sérstöðu gagnvart hinum stóra umheimi. En þess gætir samt, þegar sjálfstæðisbaráttan og minningin um bein er- lend yfirráð er farin þetta að fjarlægjast, að við getum rætt og ritað um Sturlungaöldina af meira jafnaðargeði. Sagan er alltaf eins konar samræða líðandi stundar við fortíð sína, og þegar hin líðandi stund breytist, þá breytast líka þau erindi sem hún ber upp við fortíðina. Þar við bætist auk- inn skilningur á því, að miðaldamenn hugsuðu svo gjörólíkt okkur um fyr- irbæri eins og þjóðerni og sjálfstæði; þá skiljum við líka betur þau svör sem fortíðin gefur í samræðunni við líðandi stund. Einnig hafa menn gerst til- búnari að líta á málin frá báðum hliðum: ekki aðeins þeirri hvernig breyt- ingar Sturlungaaldar stinga í stúf við það sem áður var, heldur þeirri líka hvernig þessar breytingar samræmast almennri þróun tímabilsins: þegar konungsríki urðu fastar mótuð en áður og höfðingjar sóttu vald sitt meira til miðstjórnar ríkis og kirkju og minna til hefðbundinna héraðsvalda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.