Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 155

Andvari - 01.01.1992, Page 155
ANDVARI ÍSLAND OG „EVRÓPUSAMRUNI" MIÐALDA 153 VI Það er svo annað mál, að nýmóðins lýsingar á Sturlungaöld, yfirvegaðar og æðrulausar, gera hana ekki að neinni alhliða gullöld. Menningarleg afrek hennar - og nú horfum við auk fornbókmenntanna á sem flest svið lista og mennta - þau ber vissulega við dökkan bakgrunn ófriðar og valdastreitu. Auk þess verðum við líklega að líta á 13. öldina sem efnahagslegt hnignun- arskeið. Frásagnir annála og annarra rita af hallærum og hungurdauða fá stuðning af niðurstöðum náttúruvísindanna um kólnandi loftslag, en þar gat lítil þúfa velt býsna þungu hlassi í hinum viðkvæma sveitabúskap fs- lendinga. Nýjustu rannsóknir styðja líka frásagnir af skaðvænlegum jarð- eldi. Kannski voru það eftirköst eldgosa sem röskuðu valdajafnvægi við Faxaflóa og gáfu Snorra Sturlusyni eitt af sínum útþenslutækifærum.1' Svo hefur menn löngum grunað að 13. öld hafi verið tími vaxandi mis- skiptingar: sjálfseignarbændum hafi fækkað, snauðum leiguliðum á jörðum höfðingja eða kirkna hins vegar fjölgað. Það virðist þó óvíst hvort leigubú- skapur hefur ekki orðið almennur miklu fyrr.14 Sama má víst segja um þá kenningu að hörgull á seljanlegum útflutnings- vörum hafi valdið Islendingum þrengingum á Sturlungaöld. Vafalaust var þetta vandamál, en hitt er óljósara hvort tímabilið á undan var svo miklu betra að þessu leyti; kannski var alltaf erfitt um útflutningsvörur þangað til fiskurinn kom til sögunnar og tengdi ísland við umheiminn á allt annan hátt en 13. öldin gat látið sig dreyma um.15 VII „Borgarastyrjaldir“ voru hluti af skýringunni á Sturlungaöld í orðabók Blöndals. Það er að vísu heldur stórt orð. Einar Ól. Sveinsson hikar við að nota það um Sturlungaöldina, þar sem fremur sé um að ræða „deilur milli höfðingja“ þar sem „flestallt illt kemur niður á þeim og vinum þeirra“.16 Þó var Sturlungaöldin vissulega ófriðarskeið. Ekki hið eina í Islandssög- unni, fjarri því; og er þó samanburður villandi að því leyti að við vitum svo miklu meira um atburði Sturlungaaldar en margra tímabila bæði fyrr og síðar. Til dæmis var nafnið „friðaröld“ farið að festast við ákveðið tímabil þjóðveldissögunnar, en nú sést það sjaldan notað af því að menn eru farnir að átta sig á að þetta er bara tímabil sem aðallega er þekkt af biskupasög- um og ámóta ritum; saga veraldlegra höfðingja er þá lítt eða ekki skráð og þess vegna fer fáum sögum af átökum þeirra og vopnaviðskiptum. Og 400 ára friðarskeiðið sem Arngrímur lærði talar um, það fær auðvitað með engu móti staðist.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.