Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Síða 162

Andvari - 01.01.1992, Síða 162
160 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI stig af stigi að heild konungsríkis og kirkju. Aðlögun sem tók alla 13. öld- ina og rúmlega það, þar til staðamálin voru til lykta leidd og nýir lagabálk- ar lögleiddir, bæði á veraldlegu og kirkjulegu sviði, og skipan komið á embættiskerfi konungsvaldsins. XII Ég hef hér margsinnis vitnað í bók Einars Ólafs Sveinssonar: Sturlungaöld, og þangað sæki ég líka síðustu tilvitnun þessa máls:30 Mörgum tímabilum er svo háttað, að fáar og ófullkomnar minningar varðveitast frá þeim; það er sem þau sjáist í hálfrökkri eða jafnvel í niðamyrkri. Það litla sem grillir í, er ef til vill afmyndað af rökkrinu, eða þó að svo sé ekki, getur það gefið alranga hugmynd um tímann, af því að það er eitt til vitnis. Þetta er eins og áletrun, sem ekki má greina af nema svo sem einn staf, og það illa. Slíkar áletranir hafa haft undarlegt seiðmagn, sumir menn virðast varla hafa gaman af öðru. Hjá slíkum tímabilum má kalla, að Sturlungaöldin sé í björtu dagsljósi, og verður hún því Ijúft umhugsunarefni mönnum, sem eitt sinn hafa áttað sig á því, að hlutirnir öðlast nýtt gildi við að hægt er að fá sanna vitneskju um þá. Eetta tek ég heils hugar undir. Gildi Sturlungaaldar í íslandssögunni liggur í því öðrum þræði hvað þá gerðust merkilegir og örlagaríkir atburðir, en líka öðrum þræði í því að hún er langbest þekkta tímabil íslandssögunnar á miðöldum ef ekki lengur. Við höfum t.d. lög þjóðveldisins, Grágás, í tveimur gerðum sem báðar eru frá Sturlungaöld, auk Jónsbókar og annarrar nýrrar löggjafar frá fyrstu áratugum konungsvaldsins.31 Við þekkjum sem sagt lög 13. aldar býsna vel, en lög fyrri alda verðum við að grilla í með því að átta okkur á mismunandi aldri hinna varðveittu lagaákvæða. Til að hafa gagn af upplýsingum lag- anna er frumskilyrði að þekkja Sturlungaöldina, öldina sem skilar okkur hinum varðveittu lagaskrám. Eða bókmenntaarfur 13. aldar og þá sér í lagi íslendingasögurnar. Lykill- inn að þeim er umfram allt þekking á ritunartíma þeirra. Jafnframt eru þær ein þeirra heimilda sem gera okkur svo sannfróð um Sturlungaöldina. Við þekkjum, auk alls annars, hennar eigin útgáfu af fortíð sinni. Fortíð sem er auðvitað ekki öll úr lausu lofti gripin, þó að þar sé beitt skáldatökum í bland. En aðeins með því að gefa því fyrst gaum, sem Sturlungaöldin hefur að segja um íslendingasögurnar og þær um hana, getum við notið þeirra rétt sem vitnisburðar um söguöld. Ætli greiðasta leiðin að íslenskum miðöldum sé ekki einmitt sú, hvort sem er í skólastarfi eða við söguiðkun áhugamanna, að kynna sér Sturl- ungaöldina, ekki til þess að fárast yfir niðurstöðu hennar, heldur til þess að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.