Andvari - 01.01.1992, Síða 162
160
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
stig af stigi að heild konungsríkis og kirkju. Aðlögun sem tók alla 13. öld-
ina og rúmlega það, þar til staðamálin voru til lykta leidd og nýir lagabálk-
ar lögleiddir, bæði á veraldlegu og kirkjulegu sviði, og skipan komið á
embættiskerfi konungsvaldsins.
XII
Ég hef hér margsinnis vitnað í bók Einars Ólafs Sveinssonar: Sturlungaöld,
og þangað sæki ég líka síðustu tilvitnun þessa máls:30
Mörgum tímabilum er svo háttað, að fáar og ófullkomnar minningar varðveitast frá
þeim; það er sem þau sjáist í hálfrökkri eða jafnvel í niðamyrkri. Það litla sem grillir
í, er ef til vill afmyndað af rökkrinu, eða þó að svo sé ekki, getur það gefið alranga
hugmynd um tímann, af því að það er eitt til vitnis. Þetta er eins og áletrun, sem ekki
má greina af nema svo sem einn staf, og það illa. Slíkar áletranir hafa haft undarlegt
seiðmagn, sumir menn virðast varla hafa gaman af öðru. Hjá slíkum tímabilum má
kalla, að Sturlungaöldin sé í björtu dagsljósi, og verður hún því Ijúft umhugsunarefni
mönnum, sem eitt sinn hafa áttað sig á því, að hlutirnir öðlast nýtt gildi við að hægt
er að fá sanna vitneskju um þá.
Eetta tek ég heils hugar undir. Gildi Sturlungaaldar í íslandssögunni liggur
í því öðrum þræði hvað þá gerðust merkilegir og örlagaríkir atburðir, en
líka öðrum þræði í því að hún er langbest þekkta tímabil íslandssögunnar á
miðöldum ef ekki lengur.
Við höfum t.d. lög þjóðveldisins, Grágás, í tveimur gerðum sem báðar
eru frá Sturlungaöld, auk Jónsbókar og annarrar nýrrar löggjafar frá fyrstu
áratugum konungsvaldsins.31 Við þekkjum sem sagt lög 13. aldar býsna vel,
en lög fyrri alda verðum við að grilla í með því að átta okkur á mismunandi
aldri hinna varðveittu lagaákvæða. Til að hafa gagn af upplýsingum lag-
anna er frumskilyrði að þekkja Sturlungaöldina, öldina sem skilar okkur
hinum varðveittu lagaskrám.
Eða bókmenntaarfur 13. aldar og þá sér í lagi íslendingasögurnar. Lykill-
inn að þeim er umfram allt þekking á ritunartíma þeirra. Jafnframt eru þær
ein þeirra heimilda sem gera okkur svo sannfróð um Sturlungaöldina. Við
þekkjum, auk alls annars, hennar eigin útgáfu af fortíð sinni. Fortíð sem er
auðvitað ekki öll úr lausu lofti gripin, þó að þar sé beitt skáldatökum í
bland. En aðeins með því að gefa því fyrst gaum, sem Sturlungaöldin hefur
að segja um íslendingasögurnar og þær um hana, getum við notið þeirra
rétt sem vitnisburðar um söguöld.
Ætli greiðasta leiðin að íslenskum miðöldum sé ekki einmitt sú, hvort
sem er í skólastarfi eða við söguiðkun áhugamanna, að kynna sér Sturl-
ungaöldina, ekki til þess að fárast yfir niðurstöðu hennar, heldur til þess að